Saturday, December 27, 2008

Til hamingju með daginn Anton Freyr


já þessi snyllingur á afmæli í dag... ótrúlegt hvað þetta líður fljótt,
Mér fynnst vera rétt svona 5 ár síðan við vinirnir fórum í Húnaver og Jón Gunnar bróðir kynntist Ellu:)



Tuesday, December 23, 2008

Jólin jólin


nú er um miðnætti á þorláksmessu, ég er búin að vera að vinna og ekki nennt miklu í jólaundirbúningi, er algjörlega á þeirri skoðun að jólin koma hvort sem það er svolítið skítugt hjá manni eða ekki :)

Kláraði þó að kaupa jólagjafirnar áðan, fór og verslaði í matinn með Heklu, við ætlum að borða saman annað kvöld eins og við gerðum í fyrra.. höfum lifað á því hve gómsæt jólasteikin var þá í ár, eins gott að hún klikki ekki núna!

ég skrifaði einungis um 15 jólakort, þannig að ef einhver saknar jólakorts frá mér þá bara úps, sorry, andinn kom bara einu sinni yfir mig fyrir þessi jól og ég átti ekki fleiri það kvöldið!

Ég hef einhvernveginn frekar setið og dundað mér við mosaic en að undibúa jólin, var mun meiri þannig andi yfir mér en jólaandi..... þangað til áðan :) þá tók ég mig til og skreytti jólatréð, í fyrra var ég nefnilega að gera það um 5 leitið á aðfangadag þegar steikin var í ofninum og það er of mikið að gera á morgun til að ég hafi tíma í það..

Er með einhver 5 jólakort og 3 jólagjafir sem ég á eftir að koma á sinn stað, sækja 2 jólagjafir til mín á flugvöllinn og kanski ef ég nenni ryksuga ég og skúra!

En í gvuðana bænum ekki halda að ég sé einhver skröggur og sé í eitthvað fúl er sko alls ekki þannig, er bara einhvernvegin ekki á því að láta þetta jólastress hafa áhryf á mig.
en allavegana þá ætla ég núna að skríða í bólið, og óska því öllum Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
já og eitt enn Anna Geirlaug vinkona og Hermann voru að láta pússa sig saman, alveg frábært innilega til hamingju aftur dúllurnar mínar

Wednesday, December 17, 2008

Glæsileg afmælisdagatöl til sölu..





ótrúlega flott afmælisdagatal

tilvalin jólagjöf fyrir þá sem maður veit ekkert hvað maður á að gefa :)

myndirnar eru verk eftir börnin í Rjóðri

kostar aðeins 2000kr.

Sunday, December 14, 2008

úps...


Fannst ég nýbúin að blogga, en fatta það núna að það var í vinnunni, þar er nefnilega komin bloggsíða sem uppistendur aðallega af myndum af krökkunum og okkur. Því miður vel ég ekki myndirnar, enda eru nokkrar miður fallegar af mér! t.d. þessi af okkur Gretti.
En annars er ég búin að vera að vinna eins og vanalega, alltaf reitingur í nuddinu en ekki eins mikið og var orðið "fyrir kreppu"
Jólaundirbúningurinn er nú ekki mikill, en jú jólagjafir og jólakort, er langt komin með það en ekki búin, er líka svona aðeins búin að fikta við að skreyta og þrýfa. En hef einhvernveginn ekki komist í gírinn, næ ekki að klára neitt , bara byrja á ýmsu en svo bara veð ég í e-ð allt annað!
Hef mikið verið að dunda mér í að mosaica ( mun skemmtilegra en að þrýfa)
Er ekki búin að ákveða hvað ég geri um jólin, er að vinna á þollák og er svo í 6 daga fríi..
mjög gott jólafrí, en fynnst reyndar ekkert að því að vinna á jólunum, ekki þegar maður er svona barnlaus og fínn.. en Rjóður er bara lokað yfir jól og líka áramótin.
Ég hef meira verið að spá í að ég fer að eiga afmæli bráðum :) meina þegar ég var lítil fannst mér það vera kellingar sem voru svona gamlar.. en núna fynnst mér ég sko engin kelling..
jæja best að fara að kúra hjá jólakettinum :) þangað til næst xxx

Saturday, November 29, 2008

laugardagskvöld


og ég er að horfa á Bridget Jones diary, það sem þessi mynd er alltaf skemmtileg, og þeir gaurarnir flottir. ;) s.s. laugardagskvöld, kúrandi hjá kettinum og horfandi á stelpumynd úff úff!!!! spurningin er hvort þetta sé hollt??
Annars hefur vikan bara frekað róleg hjá mér, það er alltof lítið að gera í nuddinu þessa dagana, en nota ég tímann til að baka, þrífa og skreyta eins og allir aðrir virðast vera að gera?, onei alls ekki, virðist einhvernveginn finna mér endalaust e-ð tilganglaust að gera....
á fimmtudagskvöldið fann ég lítið teppi sem ég var að dunda við að hekla fyrir einhverjum 4 árum, og rifjaði upp hvernig á að hekla, með hjálp frá samstarfskonum , og hver veit kannski klárast það einhverntímann!
Casper er orðinn allt annar köttur, orðinn eins og venjulegir kettir, kúrir, borðar kúrir meira og svoleiðis, ekki á endalausu rápi og pissandi inni og svoleiðis! Hann fékk greininguna ofvirkur hjá dýralækninum, hann fær 1/4 Tbl af einhverju ritalín skyldu lyfi.. þannig að nú er ég með langveikt barn heima líka...
jæja nóg í bili.... ætla að sökkva mér í myndina :) þar til næst!

Saturday, November 22, 2008

Laugardagur til "leti"

Rúmið mitt hefur verið aðalstaðurinn minn í dag, hef verið bæði þreytt og e-ð voðalega þyrst, skyl ekkert í þessu! Hefur kannski e-ð með það að gera að ég fór seint að sofa í gærkvöldi....


















Það var jólahlaðborð og djamm á okkur Rjóðursgellum í gærkvöldi....

Þarna sjáiði hvað ég var nú sæt og fín :) þetta var vel lukkað og við nokkrar í feiknarstuði að vanda!

Í dag hefur bara verið kúrudagur og notalegt með nammipokann..

er svo að vinna á morgun 12 tíma vakt, er reyndar engann veginn að nenna því en maður þarf víst að vinna..


Dagurinn í dag er merkilegur fyrir þær sakir að hún Rósa vinkona á afmæli, loksins búin að ná mér þessi elska, við erum e-ð um 27. Til hamingju með afmælið Rósa mín!

Og ekki má gleyma því að Tinna vinkona opnaði fyrstu einkasýninguna sína! Ohh óskaði þess að ég ætti flugvél, hefði sko farið úr bólinu og skroppið norður :)

Tuesday, November 18, 2008

komin heim og lífið komið í sinn vanagang...

þriðjudaginn 11 nóv skellti ég mér norður til Akureyrar, ágætt að keyra, holtavörðuheiðin var aðeins böggandi skafrenningur og hálka, annars fínt. Var með góðann ferðafélaga, Hekla kom með í samfloti báðar leiðir, gott að hafa svona rólegann og þægilegann ferðafélaga :)

Nóg var að gera hjá mér eins og vanalega þegar ég kem norður, maður reynir að hitta sem flesta, og hafa gaman með vinum sem maður hittir sjaldan!

Mikið fannst mér samt gott að vera í orlofsíbúð og geta verið út af fyrir mig svona á háttartíma og þegar ég vaknaði, var nú ekki mikið meira þarna í íbúðinni en yfir blá nóttina....

Á fimmtudeginum átti pabbi gamli afmæli, 60 ára kallinn. við systkinin slógum saman í húsbóndastól fyrir hann, þar mun hann líklega hrjóta yfir sjónvarpinu komandi kvöld.



Á föstudagskvöldinu hittumst við nokkur sem unnum saman á ÚA heitnu,það var gaman, við rifjuðum upp skemmtilega tíma, sögur af okkur og það sem við hlógum, held að sumir hafi verið með strengi í maganum daginn eftir! við hittumst þarna mörg sem höfðum ekki sést lengu margra var saknað og ákváðum við að að hóa saman í almennilegt partý næsta sumar.


Laugardagurinn fór í að undirbúa veitingar fyrir
"opið hús" hjá pabba, þrífa og skifta mér af..
íbúðin hjá gamla filltist svo af gestum sem margir
stoppuðu vel frammeftir kvöldi, þegar ég fór þaðan um kl.23 þá sátu 2 gamlir æskuvinir með rauðvínsglös og rifjuðu upp unglingsárin.

Sunday, November 9, 2008

minnislisti fyrir mig...

í nóvember nr....
9 á Anna Dísa vinkona afmæli til hamingju með daginn :)
13 á pabbi minn afmæli
16 á Raggý vinkona afmæli
17 á Aron frændi afmæli
22. á Rósa vinkona afmæli
28 á Guðný Björk vinkona afmæli

úff man ekki eftir fleirum í augnablikinu, en eru örugglega fleiri og eru brjálaðir út í mig núna að gleyma þeim ;) svo er ég örugglega að rugla á dögum líka, getur vel verið er svolítið soðin í höfðinu eftir 12 tíma vaktir í gær og í dag.............

Saturday, November 8, 2008

Lítil frænka...


komin í heimin, Stoltir foreldrar hennar eru Gunnar frændi og Hulda nýbakaða konan hanns..

agalega lítil miðað við það sem heyrst hefur undanfarir, 48 cm. og 13 merkur

Til hamingju elsku Hulda og Gunnar ....... ég hlakka til að hitta skvísuna!

Friday, November 7, 2008

Svaf yfir mig í morgun!

og er enn svona hálfasnaleg, en er samt sæt og fín því snyrtifræðingurinn minn er svo yndisleg að hún fyrirgaf mér að koma hálftíma of seint, hún bara hló að mér því ég átti tíma kl.10 og vaknaði 10:14. Vinnuhelgi frammundan, er að vinna 12 tíma laugardag og sunnudag, svo á mánudaginn fer ég í klippingu og á kvöldvakt. Er svo komin í 6 daga frí. Bruna norður á þriðjudaginn, fæ sem betur fer ferðafélaga, hana Heklu skvísu. Dagarnair eru þrælskipulagðir á Akureyri, mestur tíminn fer nú í að brasa fyrir pabba gamla, hann verður sextugur á fimmtudeginum. Föstudagskvöldið verður örugglega skemmtilegt líka, þá ætlum við að hittast hópur af gömlum vinnufélögum af ÚA sáluga.. já það verður örugglega spes en gaman!
jæja klukkan orðin 11 og ég búin að vaka í nánast 13 tíma, held að sé komin tími til að skríða aftur í bólið, þar kúrir nefnilega einn sætur og bíður eftir mér ;)

með lækkandi sól kemur upp í mér listamaðurinn

ja þ.e.a.s. þegar ég hangi ekki í þessari blessuðu tölvu, er einn svakalegasti tímaþjófur sem til er! var að spá í hvað ætli ég væri nú búin að gera mikið meira mosaic, skúra gólfið oftar ja eða bara hvað sem er ef ég ætti ekki þessa tölvu! Enda þori ég ekki fyrir mitt litla líf að kaupa mér eða prufa einhverja tölvuleiki, það mundi bara enda á einn veg..... ;)
hér fylgja með myndir af nýjustu verkunum, 2 önnur í miðjum klíðum ..(loksins!)

Monday, October 27, 2008

Undanfarið

hefur verið frekar lítið að gera, en samt voða mikið að gera!
hef verið að vinna frekar mikið, síðustu 3 helgar en virku dagarnir frekar rólegir.
Nuddið hefur róast heilmikið síðustu 3 vikur en held að það sé að fara að glæðast aftur,
en aðalgallinn að fólk vill helst koma núna, þá er það komið í klessu af kreppukjaftæðinu og ákveður að plæsa á sig tíma og getur ekki beðið því það er í svo mikilli klessu....
Annars fórum við heilsunuddararnir út að borða og á skemmtun eins og vaninn er á fyrsta vetrardag, ég var að vinna til 4 fór svo heim í gótt bað með einn ískaldann og sjænaði mig, ferlega næs.. Ég gerði þjónustupíuna pirraða á Caruso strax pirraða þegar hún tók niður pöntunina, hún hefndi sín og tók diskinn af borðinu hálfkláraðann þar sem ég skrapp aðeins á klósettið að pissa!


Eftir fínan mat rölti ég með liðið (eins og ekta ungamamma) á Rosenberg og þar hlustuðum við á tónleika með Ljótu hálfvitunum, sem voru geggjað fyndnir og skemmtilegir að vanda!

*Frammundan er að rembast við að klára að taka í gegn hérna hjá mér, á von á sendingu að norðan, gamaldags skenk/snyrtiborði frá ömmu, veit ekkert hvar ég pota því en einhverstaðar mun það smella!
*Svo fer ég norður (11 okt) meinti 11 nóv að sjálfsögðu og verð í heila 5 daga.
Pabbi gamli verður sextugur, maður verður nú að mæta þá!
*svo verð ég að passa mig voða vel, það er ólétta að ganga þannig að ég ráðlegg öllum sem vilja forðast svoleiðis ástand að krossa lappirnar.

Myndin er tekin á laugardagskvöldið þegar Fjóla kennarinn minn í nuddskólanum var að fikta í mér, e-ð að laga loftnetið sagði hún ;)
jæja þangað til næst......

Vegna fjölda áskoranna

Svona lít ég úr ljóshærð :) hef ekki verið svona ljóshærð síðan ég var 16 .....


er alveg að fíla mig vel...
Enda komin með mjög mikla leið á rauða litnum!

Tuesday, October 21, 2008

Hún átti afmæli í gær hún Igga frænka

til hamingju með það mín kæra :)
(og líka með að vera með enn einn ungann á leiðinni, dugnaðurinn í þér er ótrúlegur!)
ég var bara sambandslaus í gær.... fékk beinverki dauðanns, dó næstum úr kulda, skalf undir tveim dúnsængum.... örlítið hressari í dag, en ekki mikið........

Monday, October 13, 2008

sterkasta kona í heimi :)

Búin að breyta, og þegar á reyndi þurfti ég ekki á neinum sterkum að halda ;)
er svo klikkað sterk sjálf.




Svona er stofan og eldhúsið, það er eins og íbúðin hafi stækkað um 20 fm.



















Hérna er svo komið svefnpláss alveg sér, á eftir að klára það, ætla að gera rúm gafl og plötu við bakhliðina á skápnum, sem ég annað hvort mála eða veggfóðra hugsa ég... kemur mjög skemmtilega út, hef nú prufað að hafa þetta herbergi á alla mögulega máta og þetta er langbest!

Svo breytti ég líka um ... er orðin ljóshærð ;)

Tuesday, October 7, 2008

Mér leiðist....

*að hlusta á krepputal!

*að meiga ekki nota spariféð mitt (heilar 90 þús)til að borga visareikninginn!
*að bílalánið er nú með afborgun upp á 55 þús!

*að nú er lítið að gera, allir heima með stressið og kroppinn í klessu, en eiða ekki peningunum í sjálfann sig..

******þannig að ég er að rústa heimilinu********




vantar bara nokkra sterka til að klára verkið..


er algjörlega buin að snúa við herberginu (eina ferðina enn...








og hef hugsað mér að nota stóra gamla skápinn til að
gera skil milli svefnrýmis og stofu/eldhúsrýmis..

hmmmm hvernig ég fer að því er annað mál því skápurinn er klikkað þungur..


þangað til næst, slakið á og sofið vel þrátt fyrir að hafa nákvæmlega enga stjórn á hlutunum í kringum ykkur...

Saturday, October 4, 2008

Afmælisbarn dagsins er....


FRÚ HELGA DRÖFN

Innilega til hamingju með afmælið litla mín

:) þú færð ekkert smá fallegt veður, njóttu dagsins...

sjáumst fljótlega, þú þarft að fara að koma aftur á bekkinn hjá mér

Friday, October 3, 2008

12 daga vinnutörn lokið....

og ég er alveg búin..
En vikan gekk bara vel, var á 12 tíma vöktum síðustu helgi og var á fullu í eldhúsinu í vinnunni eftir kaffi, það var skemmtilegt bara og nutu krakkarnir þess að fá að vera með að baka og elda. Held að mér hafi tekist að láta liðið fá smávegis matarást á mér ;)
Þrátt fyrir "alvarlega ástandið" þreytuna og snjóinn er ég bara hress.. Á von á Guðný vinkonu á morgun og ætlar hún að gista hjá mér 2 nætur, verður örugglega voða kósý hér hjá okkur.
Ég var að skríða úr sjóðandi baði og er á leið í bólið, kl. 8 á föstudagskvöldi, en það er nú spes til að hvíla þreytta kroppinn minn og safna aukakröftum til að gera e-ð skemmtilegt með henni Guðný minni. Vonandi eru þið ekki að fara yfir um þarna í þessu svakalega krepputali!
þangað til næst......

Tuesday, September 23, 2008

er það??



Stjórnmálaþurs


Þú ert vanaföst, tilfinningarík félagsvera.

Í margmenni á stjórnmálaþursinn oftar en ekki orðið. Ef einhver hyggst grípa fram í fyrir honum talar hann bara hærra - og það virkar. Hann hefur sterkar skoðanir á flestu, hvort sem um er að ræða fjárlagahalla ríkisins eða það hvort SS eða Goða pylsur eru betri, og gerir hvað hann getur til að þröngva þeim upp á aðra. Stjórnmálaþursinn þarf að passa sig þegar hann er í nærveru þeirra sem eru ósammála honum því blóðþrýstingurinn á það til að rjúka upp.



Stjórnmálaþursinn vantar ekki nýja skó fyrr en það er komið gat á þá gömlu... sem skósmiðurinn segist ekki geta gert við. Stjórnmálaþursinn veit hvar Guðsteinn er með verslun.


Hvaða tröll ert þú?

Sunday, September 21, 2008

60 ára...


Til hamingju með daginn mamma :)
vonandi hefurðu það gott í Danmörku,
Svíþjóð eða hvar sem þú ert í dag.....

Saturday, September 20, 2008

Helgarfrí



Í gærkvöldi skellti ég mér með Huldu á Cafe Rosenberg og hlustuðum á kallinn hennar góla og haga sér eins og geðveikislega (hanns orð) veit ekki hvort það eru þessir nokkru bjórar sem ég drakk eða hvað, en þeir verða betri við hverja hlustun strákarnir..
Það er svo gott að vera komin aftur með stað sem manni líður vel á niðrí bæ.
Var alveg hætt að fara í bæinn fannst alltaf allt vera troðið af einhverjum smákrökkum allsstaðar, eða ætli ég sé að eldast?? nei nei getur ekki verið.
Í dag var ég svo vakin vel fyrir hádegi og var bara annsi hress, skellti mér í mennigarferð með Valdísi, við erum orðnar svo menningarlegar að það er svakalegt, röltum í gegnum Kolaportið og ég er ekki enn búin að jafna mig eftir það!!!!!
Við fórum á listasafn, kaffihús og enduðum svo í Rumfó þar sem ég verslaði mér nýja sæng þar sem sú gamla er farin að anga óþægilega af kattarhlandslykt. Casper hefur hagað sér mjög vel síðan hann varð aðalkötturinn á heimilinu, hefur ekkert pissað inni eða verið með neina stæla, er bara alsæll með að eiga mig aleinn, leggst ofaná brynguna á mér malandi öll kvöld..
Af Rúsínu er gott að frétta, gengur vel á nýja heimilinu bara, þær eru svakalega ánægðar með hvor aðra heyrist mér, fer þangað í heimsókn á næstu dögum að aðstoða nýju mömmuna að snyrta feldin og kenna henni svona hvernig er best að hugsa um hann, enda enginn smá feldur..


Jæja núna ætla ég að skríða í bólið með nammipoka, malandi kött og sjónvarpsfjarstýringuna :)

Monday, September 15, 2008

myndirnar tala sínu máli .. íííhaa



Við Guðný vorum par, ég var kúreki á nærklæðunum, búinn að fara á kránna og sækja mér dræsu ...





skemmst frá því að segja að við Guðný unnum verðlaunin fyrir bestu búningana :)



Til hamingju

Kæru hjón , hahaha þetta er ótrúlegt litla barnið í nuddskólanum orðin "frú". Frúin hanns Lalla síns :) Innilega til hamingju dúllurnar, eruð yndisleg!
Sjáumst fljótlega, þar sem ég var ekki í bænum á laugardaginn þá er ég enn hér með "soldið" handa ykkur... kannski ég fari loksins að koma í kaffi.... knús og kossar til ykkar

Tuesday, September 9, 2008

Brjálað að gera!


Hef sko í nægu að snúast þessa dagana, nudda, nudda, nudda.
Vinna svo miðvikudag, fimmtudag og föstudag.
Eftir hádegi á föstudaginn förum við Rjóðurs-skvísur svo á Flúðir í sumarbústað, þar verðum við með stuttann starfsdag og partý um kvöldið. Það hefur komist á sú hefð að hafa þema í þessum Flúðarferðum okkar sem eru árlegar, í fyrra var '80 þema og var mjög gaman af því, held að allar nánast hafi mætt með legghlífar og það fyndnasta var að þær voru í öllum regnboganns litum.
Í ár er kúreka þema, ja eða villta vesturs þema, held að einhver ætli að vera saloon girl (fínt nafn yfir hóru í villta vestrinu) og flestar kúrekar, gallabuxur, kúrekastígvél og hef grun að tóbaksklútarnir verði jafn allsráðandi og legghlífarnar í fyrra...
Ég var að enda við að dífa mínum búningi í kaffi svo hann væri skítugur og sjúskaður....
Set kannski inn mynd eftir helgina af mér.
Jæja nóg blaður, ég er loksins farin að dunda mér aftur í mosaic, ætla aðeins að dunda í því áður en næsti nuddþegi kemur.... ííííííhaaa!

Friday, September 5, 2008

svona hefði ég litið út '69


helgarfrí .....

Jæja eftir sumarfríið vann ég 11 daga í röð, annað hvort í Rjóðri eða að nudda, brjálað mikið að gera, og maður enn í svolitlum letigír eftir fríið en það hrisstist fljótt af þegar maður var kominn af stað í þeim verkefnum sem voru þann daginn....


Rúsínan mín fór á sunnudagskvöldið upp í Grafarvog, og ætlar að prufa að búa þar í svona viku eða 2 og sjá hvernig henni líkar, hingað til hefur gengið bara fínt, vonandi verður það bara áfram og hún ákveður að flytja bara alfarið.... verð nú að viðurkenna að það er smá söknuður, en er viss um að hún er sáttari ein með nýja eigandanum(ef gengur áfram vel hjá þeim)






Allavega er Casper mjög sáttur,
hann á mig núna skuldlaust og allt heimilið,
hann er mun rólegri og hefur ekkert pissað inni :)
Annars lennti hann í því greyið núna í vikunni að hann var úti og allt morandi í kolvitlausum geitungum og hann tók sig til og ætlaði að veiða hann en bévítanns geitungurinn stakk hann í loppuna og hefur Casper varla þorað út síðan ;)


ég var búin að vinna um 7 leitið í gærkvöldi og skellti mér því á Cafe Rosenberg í gærkvöldi og hlustaði þar á 2 unga herra sem kalla sig misery loves company, verð að segja mér fynnst þeir verða betri við hverja hlustun..
í dag svaf ég til hádegis alveg búin á því og er búin að vera á þvælingi á laugaveginum m.a. á morgun stendur til að fara á búðarráp um daginn borða góðann mat um kvöldið og fá sér e-ð ljúffengt að drekka með og á eftir, já og skella sér út að dansa :) langt síðan ég hef gert slíkt..... adios









Monday, September 1, 2008

síðastliðna vika eða svo....

Laugardagurinn 23 þá var menningarnótt, ég skrapp í bæinn um hádegi ásamt Valdísi og ætluðum við okkur að vera svakalega menningarlegar sem við vorum . Byrjuðum á að fara við setninguna við eitt af "torgum" borgarinnar, þar sáum við a.m.k. 3 borgarstjóra sem eru á launum hjá Reykjavíkurborg, sá nýjasti talaði og bauð fólk velkomið, næsti á undan henni stóð í fjöldanum sár og svekktur og hlustaði á færeysku söngkonuna sem hann bauð og sá þriðji bauð upp á kaffi og vöfflur í eldhúsinu heima og fær kannski einhver atkvæði útá það í næstu kosningum, hver veit? Við röltum um skólavörðuholtið, laugaveginn, fórum í utanríkisráðaneitið á á gallery, kjarvalsstaði og sáum ýmis listaverk víða um borgina...
þar á meðal haug af þvottavélum sem spíttist vatn úr, og ekki var á bætandi í bévítans rigningunni. Þrátt fyrir að hafa innbyrgt ljómandi góða súpu og kaffi vorum við kaldar og hraktar um 5 leitið, fórum heim til að þorna og hita merginn í beinunum... þegar heim var komið var svo gott að vera þar en ekki úti í mígandi rigningunni að ég hafði mig ekki meira út og kúrði bara í sænginni minni meðan regnið dundi á rúðurnar...
Sunnudagur og mánudagur voru heimadagar, var annað hvort með bók, ryksugu, kaffibollann, tusku eða tölvuna við hönd.
Þriðjudagur og miðvikudagur voru nudddagar miklir, ég er alveg komin í gírinn eftir sumarfrí og ekki lengur með strengi í höndunum, sem betur fer ;)


Á fimmtudaginn byrjaði svo alvaran, á fullum krafti, mætti í vinnu eftir frí kl. 6-45 og hef nánast verið þar síðan, er svolítið magnað að vera í 5 vikna fríi og mæta svo á 5 vaktir í röð, en sem betur fer er ég að vinna með svo frábærum konum og með svo skemmtileg börn að þetta gekk allt saman vel, núna um helgina var fyrsta helgin mín sem eldabuska, verður þannig framvegis aðra hvora helgi, ég vinn mína morgunvakt og elda svo kvölmatinn ofaní alla :) það er að segja ef mér hefur ekki verið sagt upp eftir þessa frumraun mína um helgina!!

Friday, August 22, 2008

Til hamingju með daginn Guðný (og aðrir íslendingar)



Í dag á hún Guðný Jóhanna afmæli og ég segji bara skál og syngja.....

Til hamingju Guðný og velkomin heim eftir alltof langann tíma í útlandinu litla.

Svo getur maður ekki annað en smitast aðeins af handboltaspennunni, þvílíkt glæsilegur leikur í dag, ég var svo heppin að það var pása milli nudda akkúrat meðan leikurinn fór framm..

Annars er Ágúst afmælismánuður mikill og á hann Hlynur bróðir afmæli á sunnudaginn, hann er örugglega að verða 22 ára (er 3 árum yngri en ég , reiknisdæmið einfalt) til hamingju Hlynnsi

jæja nóg í bili ætla út í helgina, er í fríi laugardag, sunnudag og mánudag, verð sennilega um allar trissur á morgun að gera e-ð menningarlegt í henni Reykjavík.

Wednesday, August 20, 2008

aumingja ég

er komin með atvinnusjúkdóm! Það sagði Helga Dröfn þegar ég var hjá henni í nuddi í morgun...
Og það er sko hárrétt hjá henni, ég er búin að gera útaf við hægri öxlina á mér, er alveg handónýt, ja kannski ekki handónýt en slæm, verkir daglega og finn mikið fyrir henni þegar ég tek vel á einhverjum og veð með olbogann á fullum krafti í herðar eða gluteus vöðvana ;)
Ég byrjaði að nudda aftur á mánudaginn eftir 3 vikna frí, og eftir 2 daga að nudda er ég að farast úr strengjum í handleggjunum , það segjir nú kannski mest um hvað ég lá í mikilli leti í þessar 3 vikur..
Byrja svo að vinna í Rjóðri í næstu viku og rútínan byrjar af fullum krafti, það verður bara ljómandi gott. Jæja þá er best að fara að taka svo sem eina voltaren rapid, bera vöðvakrem á axlir og herðar, hita grónapunginn, skríða í bólið og vona fingraförin hennar Helgu Drafnar fari að dafna.. (takk HD þetta var akkúrat það sem ég þurfti þó ég væli aðeins núna;)