Wednesday, August 6, 2008

Prinsessan á bauninni

Það er ekki spurning að ég er algjör prinsessa, er að fara á ættarmót um helgina og er alveg að missa mig yfir að þurfa að sofa í tjaldi ;) en þetta eru bara 2 nætur ég veit að ég lifi það af, sérstaklega þar sem ég er búin að fjárfesta mér í dýrindis vinsæng sem er með innbyggðri pumpu!!
En það sem er verra er að prinsessu rúmið mitt er bilað, get ekki lift upp bakinu og í dag kom gæi frá búðinn sem ég keyfti það og í ljós kom að öxullinn sem lyftir bakinu er að liðast í sundur, tek framm að hann er úr járni!
Mætti halda að ég væri alltaf með einhverja jaxla uppí hjá mér og hamaðist á fjarstýringunni, en það er nú víst ekki svo skemmtilegt (amk. ekki svona á hverju kvöldi)
erum reyndar stundum 3 í rúminu en kettirnir eru ekki 50 kg. hvor, rúmið á að þola 200 kg. vonandi kemst þetta í lag fljótlega og ég get farið að hafa það mjög kósý aftur..

En já um hádegi á morgun fimmtudag bruna ég norður til Hólmavíkur á fína glansandi bílnum mínum (já mér leiddist svo mikið að ég eyddi 3 tímum í að tjöruhreynsa, sápuþvo, þurrka og bóna kaggann) Ættarmótið verður á Drangsnesi og mér heyrist verði um 100 manns, þannig að stuðið verður líklegast eftir því, jæja nú gengur þetta ekki lengur ætla að drullast til að taka mig til.. krossið fingur og óskið að það rigni ekki á prinsessuna í tjaldinu um helgina :)

Sunday, August 3, 2008

heima er best!!

já þá er maður komin heim eftir nokkra daga á Akureyri, ég flúði úr bænum þegar stuðið var að byrja á föstudagsnóttina fljótlega eftir miðnætti og var að keyri í hlaðið heima að verða 5 um morguninn!

Vikan var frekar skrítn, veðrið gott :) gríðarlegur hiti og sól, ég fékk ca 300 freknur.

Óhjákvæmilega voru miklar pælingar um dauðann, jarðafarir, minningargreinar, hefðir og margt í þeim dúr. Ég komst að því að ég hef mjög sterkar skoðanir á þessum hlutum, hafði aldrey verið að ræða þetta neitt mikið en svo þegar upp kom hafði ég nóg að segja eins og mér einni er lagið.. t.d. minningargreinarnar í mogganum, það hvarflaði ekki að mér að skrifa í moggann um hvað amma mín var góð kona,handlagin og alltaf með hlaðið borð af bakkelsi þegar maður kom til hennar, hver er tilgangurinn að skrifa þetta í moggann og þakka henni þar fyrir að vera hún og allt sem hún gerði, ég sé nákvæmlega engann tilgang með því og fynnst í raun frekar hallærislegt að skrifa svona lagað fyrir annað fólk að lesa, jú auðvitað má fólk gera þetta mín vegna, það er þeirra mál en einhvernvegin er þetta samt orðið eins og maður eigi að skrifa og þyki lélegur ef maður gerir það ekki, þetta sé nú lágmarksvirðing við þann sem farinn er að skrifa um hann.
Ég skrifaði ekki neitt og skammast mín ekki fyrir það, ég hugsaði fallegar hugsanir um ömmu mína og geri oft, ég kvaddi hana með faðmlagi og kossi á spítalanum, hún fann það og vissi hvað mér þótti vænt um hana.

Ég stórefast um að mogginn sé á þeim stað sem hún er núna og hún sytji með kaffibollann og lesi kveðjurnar!