Wednesday, April 30, 2008

vinna ...borða...nudda....sofa

held að ég fari yfirum bráðum!!! Geri ekkert annað en að vinna, ef ég er ekki í vinnunni minni þá er ég að nudda , sef annað slagið, gleymi nú sjaldnast að borða.. Hlakka til þegar ég á frí næst... og get eitt því á náttfötunum og svo kannski staulast út og heimsótt einhverja, fynnst ég aldrey gera neitt núiorðið.... endilega bjóða mér í kaffi eða e-ð, kannski drullast ég til einhvers annars en vinna, borða, nudda og sofa ;)

Sunday, April 27, 2008

Sumar og sól??


Gleðilegt sumar :) sérstakar kveðjur í snjókomuna fyrir norðan.......
ég hef góða tilfynningu fyrir sumrinu, já leggst bara vel í mig, er nú ekki með mikil planað svosem, eitt brúðkaup, eitt ættarmót og hvur veit nema maður skelli sér á hamingjudaga á Hólmavík.
Verð í sumarfríi í 4 vikur frá 20 julí. Stefnan er einnig tekin á að keyra e-ð austur, hef ekki komist lengra an ca. að Bakka (og á Seyðisfjörð hinum megin frá) heilmikið óskoðað þar og ku vera fagurt!!
Ég er búin að vera að drukkna í vinnu, mikið að gera í nuddinu, er farin að vera bókuð nánast 2 vikur framm í tímann, og gleymi oftast að skrifa mig á frídaga... Eins hefur verið mikið líf og fjör í vinnunni, er yfirleitt ekki aðgerðarlaus þar!
Casper er að gera mig geðveika, hefur tekið upp á því aftur að pissa inni, þ.e.a.s. ekki í kassann sinn... nýji uppáhaldsstaðurinn er sængin mín, held að hann sé að mótmæla því að ég er lítið heima til að fara með hann í gönguferðir og dekra við hann!! en mjög svo óskemmtilegt að koma heim og það er búið að míga í sængina :( miklar pælingar hafa verið í gangi hjá mér og "krökkunum mínum" hvað eigi að gera við hann, setja á hann bleyju??? ;)
jæja nóg bull í bili, ætla að fara að knúsa Casper svo rúmið haldist þurrt