Laugardagurinn 23 þá var menningarnótt, ég skrapp í bæinn um hádegi ásamt Valdísi og ætluðum við okkur að vera svakalega menningarlegar sem við vorum . Byrjuðum á að fara við setninguna við eitt af "torgum" borgarinnar, þar sáum við a.m.k. 3 borgarstjóra sem eru á launum hjá Reykjavíkurborg, sá nýjasti talaði og bauð fólk velkomið, næsti á undan henni stóð í fjöldanum sár og svekktur og hlustaði á færeysku söngkonuna sem hann bauð og sá þriðji bauð upp á kaffi og vöfflur í eldhúsinu heima og fær kannski einhver atkvæði útá það í næstu kosningum, hver veit? Við röltum um skólavörðuholtið, laugaveginn, fórum í utanríkisráðaneitið á á gallery, kjarvalsstaði og sáum ýmis listaverk víða um borgina...
þar á meðal haug af þvottavélum sem spíttist vatn úr, og ekki var á bætandi í bévítans rigningunni. Þrátt fyrir að hafa innbyrgt ljómandi góða súpu og kaffi vorum við kaldar og hraktar um 5 leitið, fórum heim til að þorna og hita merginn í beinunum... þegar heim var komið var svo gott að vera þar en ekki úti í mígandi rigningunni að ég hafði mig ekki meira út og kúrði bara í sænginni minni meðan regnið dundi á rúðurnar...
Sunnudagur og mánudagur voru heimadagar, var annað hvort með bók, ryksugu, kaffibollann, tusku eða tölvuna við hönd.
Þriðjudagur og miðvikudagur voru nudddagar miklir, ég er alveg komin í gírinn eftir sumarfrí og ekki lengur með strengi í höndunum, sem betur fer ;)
Á fimmtudaginn byrjaði svo alvaran, á fullum krafti, mætti í vinnu eftir frí kl. 6-45 og hef nánast verið þar síðan, er svolítið magnað að vera í 5 vikna fríi og mæta svo á 5 vaktir í röð, en sem betur fer er ég að vinna með svo frábærum konum og með svo skemmtileg börn að þetta gekk allt saman vel, núna um helgina var fyrsta helgin mín sem eldabuska, verður þannig framvegis aðra hvora helgi, ég vinn mína morgunvakt og elda svo kvölmatinn ofaní alla :) það er að segja ef mér hefur ekki verið sagt upp eftir þessa frumraun mína um helgina!!
Monday, September 1, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Þú getur alveg öruglega sett eithvað ætt í pottana.Kv.af Skaganum Birna frænka
Ohh - enn ein menningarnóttin og ég var EKKERT menningarleg. Nema það kallist menningarlegt að hanga í kringlunni að leita að skólafötum á bróður sinn? Jæja ég skutlaði honum reyndar í bíó að sjá Mamma mia, sem ég er nú búin að sjá :) Sá ekki einu sinni flugeldasýninguna. Skömm að þessu.
En þú sást um þetta fyrir mig. TAKK.
Ef ég þekki þig rétt mín kæra þá verðurðu sko EKKI rekin vegna eldamennsku!
Knúses og ekki ofkeyra þig eftir allt fríið!
Helga Dröfn
Það er eins gott að þú eitrir ekki fyrir mér;) Veit að það er alltaf góður matur hjá þér og ég er enn á lífi því til sönnunar að þú eitrar ekki (allavega ekki mikið).
Post a Comment