Friday, November 7, 2008

Svaf yfir mig í morgun!

og er enn svona hálfasnaleg, en er samt sæt og fín því snyrtifræðingurinn minn er svo yndisleg að hún fyrirgaf mér að koma hálftíma of seint, hún bara hló að mér því ég átti tíma kl.10 og vaknaði 10:14. Vinnuhelgi frammundan, er að vinna 12 tíma laugardag og sunnudag, svo á mánudaginn fer ég í klippingu og á kvöldvakt. Er svo komin í 6 daga frí. Bruna norður á þriðjudaginn, fæ sem betur fer ferðafélaga, hana Heklu skvísu. Dagarnair eru þrælskipulagðir á Akureyri, mestur tíminn fer nú í að brasa fyrir pabba gamla, hann verður sextugur á fimmtudeginum. Föstudagskvöldið verður örugglega skemmtilegt líka, þá ætlum við að hittast hópur af gömlum vinnufélögum af ÚA sáluga.. já það verður örugglega spes en gaman!
jæja klukkan orðin 11 og ég búin að vaka í nánast 13 tíma, held að sé komin tími til að skríða aftur í bólið, þar kúrir nefnilega einn sætur og bíður eftir mér ;)

No comments: