Saturday, September 20, 2008

Helgarfrí



Í gærkvöldi skellti ég mér með Huldu á Cafe Rosenberg og hlustuðum á kallinn hennar góla og haga sér eins og geðveikislega (hanns orð) veit ekki hvort það eru þessir nokkru bjórar sem ég drakk eða hvað, en þeir verða betri við hverja hlustun strákarnir..
Það er svo gott að vera komin aftur með stað sem manni líður vel á niðrí bæ.
Var alveg hætt að fara í bæinn fannst alltaf allt vera troðið af einhverjum smákrökkum allsstaðar, eða ætli ég sé að eldast?? nei nei getur ekki verið.
Í dag var ég svo vakin vel fyrir hádegi og var bara annsi hress, skellti mér í mennigarferð með Valdísi, við erum orðnar svo menningarlegar að það er svakalegt, röltum í gegnum Kolaportið og ég er ekki enn búin að jafna mig eftir það!!!!!
Við fórum á listasafn, kaffihús og enduðum svo í Rumfó þar sem ég verslaði mér nýja sæng þar sem sú gamla er farin að anga óþægilega af kattarhlandslykt. Casper hefur hagað sér mjög vel síðan hann varð aðalkötturinn á heimilinu, hefur ekkert pissað inni eða verið með neina stæla, er bara alsæll með að eiga mig aleinn, leggst ofaná brynguna á mér malandi öll kvöld..
Af Rúsínu er gott að frétta, gengur vel á nýja heimilinu bara, þær eru svakalega ánægðar með hvor aðra heyrist mér, fer þangað í heimsókn á næstu dögum að aðstoða nýju mömmuna að snyrta feldin og kenna henni svona hvernig er best að hugsa um hann, enda enginn smá feldur..


Jæja núna ætla ég að skríða í bólið með nammipoka, malandi kött og sjónvarpsfjarstýringuna :)

Monday, September 15, 2008

myndirnar tala sínu máli .. íííhaa



Við Guðný vorum par, ég var kúreki á nærklæðunum, búinn að fara á kránna og sækja mér dræsu ...





skemmst frá því að segja að við Guðný unnum verðlaunin fyrir bestu búningana :)



Til hamingju

Kæru hjón , hahaha þetta er ótrúlegt litla barnið í nuddskólanum orðin "frú". Frúin hanns Lalla síns :) Innilega til hamingju dúllurnar, eruð yndisleg!
Sjáumst fljótlega, þar sem ég var ekki í bænum á laugardaginn þá er ég enn hér með "soldið" handa ykkur... kannski ég fari loksins að koma í kaffi.... knús og kossar til ykkar