Thursday, February 5, 2009

sagan endalausa....

Svei mér þá ég náði ekki að skrifa neina færslu hér um að við værum orðin hress þá lagðist ég í rúmið aftur...

Casper fór í aðra sýklalyfjasprautu til dýra og hefur sýnt og sannað það núna að hann er alveg orðinn hress og samaur við sig..ég aftur á móti dreif mig í vinnu á þriðjudaginn í síðustu viku, enn með einhverjar 5 kommur en hristi þetta bara af mér.. var að nudda miðvikudag, vinna fimmtudag og í fríi föstudag, ferlega næs :) Svo tók vinnuhelgi við 12 tíma vaktir laugardag og sunnudag, var orðin svolítið aum í hálsinum á sunnudeginum en var viss um það væri bara e-ð tilfallandi.. svo um kvöldið gat ég varla sofnað fyrir eirnaverk.. örugglega e-ð tilfallandi líka!! mánudagsmorgun, ég var e-ð svo ferlega þreytt, náði ekki að koma mér almennilega á fætur, ákvað að leggja mig í smástund aftur, átti að mæta í vinnu kl 2 og klukkan var 1/2-1 ég sofnaði í 40 mín og vaknaði upp eins og sjóðandi ofn.. mældi mig og var komin með 39.8 stiga hita! ég fæ mjög sjaldan svona háann hita, átti í miklum erviðleikum með að kingja og verkurinn í eirað fór í þau bæði.. eina sem ég hugsaði um var að þetta gegni nú ekki upp, væri hálftími þar til ég ætti að mæta í vinnu og var alvarlega að spá í að mæta og fara snemma heim bara, þar til ég stóð upp, þá stóð ég nú varla undir mér, þannig að ég náði í símann og verkjatöflur og lagðist aftur afboðaði mig í vinnu, dópaði mig og lognaðist útaf.. rumskaði við að Hulda kom með Gatorade að drekka handa mér, svo vaknaði ég við símann um 6, hafði ætlað að vera farin á læknavaktina. ég dreif mig þangað (í algjörlega óökuhæfu ástandi en hvað með það) ´eg var smeik um streptokocca en læknirinn sagði : vírussýking, hálsbólga vertu dugleg að drekka og taka panodil .. þetta borgaði ég honum 3300 kr. fyrir! ég hef svo bara legið hér eins og ræfill, með háann hita og þrefaldann háls! Valdís kom og sópaði mér frammúr rúminu og í sturtu og skifti á rúminu mínu og ýmislegt meira á meðan, alveg yndislegt að eiga svona góðar vinkonur, hún og Hulda hafa passað uppá að ég eigi nú e-ð að drekka og borða.. hitinn er lægri í dag, hálsinn enn helv.aumur en finn að þetta er smám saman að koma.

þvílíkt blaður .. greynilegt að ég er búin að vera í svelti að tjá mig hehehe