Saturday, November 22, 2008

Laugardagur til "leti"

Rúmið mitt hefur verið aðalstaðurinn minn í dag, hef verið bæði þreytt og e-ð voðalega þyrst, skyl ekkert í þessu! Hefur kannski e-ð með það að gera að ég fór seint að sofa í gærkvöldi....


















Það var jólahlaðborð og djamm á okkur Rjóðursgellum í gærkvöldi....

Þarna sjáiði hvað ég var nú sæt og fín :) þetta var vel lukkað og við nokkrar í feiknarstuði að vanda!

Í dag hefur bara verið kúrudagur og notalegt með nammipokann..

er svo að vinna á morgun 12 tíma vakt, er reyndar engann veginn að nenna því en maður þarf víst að vinna..


Dagurinn í dag er merkilegur fyrir þær sakir að hún Rósa vinkona á afmæli, loksins búin að ná mér þessi elska, við erum e-ð um 27. Til hamingju með afmælið Rósa mín!

Og ekki má gleyma því að Tinna vinkona opnaði fyrstu einkasýninguna sína! Ohh óskaði þess að ég ætti flugvél, hefði sko farið úr bólinu og skroppið norður :)

Tuesday, November 18, 2008

komin heim og lífið komið í sinn vanagang...

þriðjudaginn 11 nóv skellti ég mér norður til Akureyrar, ágætt að keyra, holtavörðuheiðin var aðeins böggandi skafrenningur og hálka, annars fínt. Var með góðann ferðafélaga, Hekla kom með í samfloti báðar leiðir, gott að hafa svona rólegann og þægilegann ferðafélaga :)

Nóg var að gera hjá mér eins og vanalega þegar ég kem norður, maður reynir að hitta sem flesta, og hafa gaman með vinum sem maður hittir sjaldan!

Mikið fannst mér samt gott að vera í orlofsíbúð og geta verið út af fyrir mig svona á háttartíma og þegar ég vaknaði, var nú ekki mikið meira þarna í íbúðinni en yfir blá nóttina....

Á fimmtudeginum átti pabbi gamli afmæli, 60 ára kallinn. við systkinin slógum saman í húsbóndastól fyrir hann, þar mun hann líklega hrjóta yfir sjónvarpinu komandi kvöld.



Á föstudagskvöldinu hittumst við nokkur sem unnum saman á ÚA heitnu,það var gaman, við rifjuðum upp skemmtilega tíma, sögur af okkur og það sem við hlógum, held að sumir hafi verið með strengi í maganum daginn eftir! við hittumst þarna mörg sem höfðum ekki sést lengu margra var saknað og ákváðum við að að hóa saman í almennilegt partý næsta sumar.


Laugardagurinn fór í að undirbúa veitingar fyrir
"opið hús" hjá pabba, þrífa og skifta mér af..
íbúðin hjá gamla filltist svo af gestum sem margir
stoppuðu vel frammeftir kvöldi, þegar ég fór þaðan um kl.23 þá sátu 2 gamlir æskuvinir með rauðvínsglös og rifjuðu upp unglingsárin.