Vinna vinna vinna eins og vanalega, og fullt að gera í nuddinu, það er með ólíkdum, kreppan kanski að naga axlirnar á fólki, og svo er ótrúlega mikið af nýju fólki að koma, mamma, maður, vinkona og þ.h. þeirra sem eru hjá mér fyrir... og allir vilja koma aftur og aftur , þrátt fyrir mín hörkubrögð ;)
Rjóður varð 5 ára 20 mars og mér fynnst það með ólíkindum.. getur verið að ég sé búin að búa hér í borginni í 9 ár og unnið við nudd í rúm 7ár og í Rjóðri í 5 ár... vá hvað tíminn er fljótur að líða, þetta er alveg með ólíkindum, ég er enn ánægð í báðum störfum, þau eru gefandi og ég hef enn mikið að gefa í þetta sjálf, þannig að þetta er bara hið besta mál held ég..
Næsta fimmtudag er ég að fara til Akureyrar, og er ástæða ferðarinnar fermingin hennar Sögu. Það er enn ein sönnun þess að tíminn æðir áfram á ógnarhraða.. getur það verið að Tinna vinkona sé að fara að ferma, hmmm hve mörgum árum eldri en ég er hún eigjinlega??? ;)
en nú er bara að bíða og sjá hvort færðin verði okey, þetta snjóaveður núna er alveg með ólíkindum!
Fleiri fermingar eru hjá mér, Rósa fermir hana Karen sína annann í páskum og Anton hanns Jón Gunnars fermist svo annann mai þannig að þá er önnur ferð norður.
en nú er bara að bíða og sjá hvort færðin verði okey, þetta snjóaveður núna er alveg með ólíkindum!
Fleiri fermingar eru hjá mér, Rósa fermir hana Karen sína annann í páskum og Anton hanns Jón Gunnars fermist svo annann mai þannig að þá er önnur ferð norður.
jæja best að fara að gera e-ð af viti.. hafið það gott í snjónum ..