Monday, July 14, 2008

Til hamingju Hulda og Eyvindur

Laugardaginn 12 juli voru þau gefin saman úti í trjálundi við Breyðumýri í Reykjadal.
Þetta var yndisleg athöfn og kvöldið mjög skemmtilegt.
þetta var sko ekki afslöppunarhelgi hjá mér. keyrði norður á fimmtudaginn, beint upp á spítala til ömmu og kíkti svo aðeins í búststað hjá Tinnu og fjölsk.
Á föstudaginn fór ég í klippingu til Guðnýar vinkonu sem var svo sæt að gera mig fína þrátt fyrir að vera í sumarfríi.. Við Rósa fórum svo inn í fjörð og fengum lánaðann tjaldvagn og brunuðum yfir í Reykjadal þar sem allt var á fullu að undirbúa matinn og salinn. Við hjálpuðum aðeins til eftir að hafa tjaldað blessuðum vagninum. Anna Geirlaug litaði svo á mér augabrúnirnar og þá var ég orðin svo rosalega sæt og fín ;) Svo var komið að því að prinsessan á bauninni svæfi í tjaldvagninum, úff mér gekk svosem ágætlega að sofna en svaf bara svona sæmilega, bakið fann alveg að það var ekki í fína prinsessurúminu sínu :) en okey laugardagurinn fór í það skríða úti í skógi og klippa lyng, birki og fleira sem við notuðum svo í að skreyta salinn, sviðið sem athöfnin fór framm á og eins í brúðarvöndinn... Allt heppnaðist voðalega vel og vorum við mjög ánægð með útkomuna.. kvöldið var fínt eins og fyrr sagði, mikið hlegið enda ekki von á öðru það sem vinir og vandamenn þeirra eru nú annsi skrautlegir flestir...
klukkan var um 6 á sunnudagsmorgun þegar við skriðum að nýju inn í tjaldvagninn og prinsessan ég náði að sofa í 4 klukkutíma og gat ekki meir, vorum því búnar að pakka saman og komnar inn á Akureyri um 3 leitið, eftir heimsókn á spítalann til ömmu brunuðum við heimá leið og er óhætt að segja að augnlokin hafi verið orðin annsi þung síðustu kílómetrana... og dagurinn í dag fór aðalega í að jafna mig eftir svefnleysi og þreytu eftir helgina.
Eitt er á alveg á hreinu, ég á besta rúm í heimi og ég mundi vilja pakka því saman og taka með mér allt sem ég fer ;)