Wednesday, April 2, 2008

úff erviður dagur...

í dag átti ég pantaðann tíma í nuddi og liti og plokk, en frestaði því og fór í staðinn til Keflavíkur, á jarðaför..ég hafði ekki ætlað mér að fara, treysti mér ekki en svo bara dreif ég mig með deildarstjóranum mínum. Þetta var mjög sérstakt, það var verið að jarða lítinn 3 ja ára dreng, þetta var mjög falleg athöfn og ég náði næstum því að gráta ekkert, á yfirleitt mjög ervitt með mig á jarðaförum, en þetta var sérstök upplifun, tónlistin skemmtileg, vel valin lög og fallega sungin hjá Álftagerðisbræðrum. Ég er fegin að hafa farið!
Það var eitt lag sem sungið var eftir Bubba, ég hef oft sönglað með þessu lagi en aldrei pælt almennilega í textanum.... hann er ótrúlega fallegur........

Kveðja

Lag og texti: Bubbi Morthens


Þar sem englarnir syngja sefur þúsefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trúað ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.

Drottinn minn faðir lífsins ljósslát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert, mín lífsins róstak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni
þú vekur hann með sól að morgni.

Faðir minn láttu lífsins sóllýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni
vekja hann með sól að morgni.

Drottinn minn réttu sorgmæddri sálsvala líknarhönd.
Og slökk þú hjartans harmabálsít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni
svo vaknar hann með sól að morgni.

Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
Svo vöknum við með sól að morgni

svo vöknum við með sól að morgni.

Sunday, March 30, 2008

Besti málsháttur sem ég hef heyrt lengi.....

Þolinmæði hefur maður mesta þörf fyrir þegar hún er að verða búin..