Friday, August 22, 2008

Til hamingju með daginn Guðný (og aðrir íslendingar)



Í dag á hún Guðný Jóhanna afmæli og ég segji bara skál og syngja.....

Til hamingju Guðný og velkomin heim eftir alltof langann tíma í útlandinu litla.

Svo getur maður ekki annað en smitast aðeins af handboltaspennunni, þvílíkt glæsilegur leikur í dag, ég var svo heppin að það var pása milli nudda akkúrat meðan leikurinn fór framm..

Annars er Ágúst afmælismánuður mikill og á hann Hlynur bróðir afmæli á sunnudaginn, hann er örugglega að verða 22 ára (er 3 árum yngri en ég , reiknisdæmið einfalt) til hamingju Hlynnsi

jæja nóg í bili ætla út í helgina, er í fríi laugardag, sunnudag og mánudag, verð sennilega um allar trissur á morgun að gera e-ð menningarlegt í henni Reykjavík.

Wednesday, August 20, 2008

aumingja ég

er komin með atvinnusjúkdóm! Það sagði Helga Dröfn þegar ég var hjá henni í nuddi í morgun...
Og það er sko hárrétt hjá henni, ég er búin að gera útaf við hægri öxlina á mér, er alveg handónýt, ja kannski ekki handónýt en slæm, verkir daglega og finn mikið fyrir henni þegar ég tek vel á einhverjum og veð með olbogann á fullum krafti í herðar eða gluteus vöðvana ;)
Ég byrjaði að nudda aftur á mánudaginn eftir 3 vikna frí, og eftir 2 daga að nudda er ég að farast úr strengjum í handleggjunum , það segjir nú kannski mest um hvað ég lá í mikilli leti í þessar 3 vikur..
Byrja svo að vinna í Rjóðri í næstu viku og rútínan byrjar af fullum krafti, það verður bara ljómandi gott. Jæja þá er best að fara að taka svo sem eina voltaren rapid, bera vöðvakrem á axlir og herðar, hita grónapunginn, skríða í bólið og vona fingraförin hennar Helgu Drafnar fari að dafna.. (takk HD þetta var akkúrat það sem ég þurfti þó ég væli aðeins núna;)

Monday, August 18, 2008

Rúsína flytur......


Já ég ákvað að þetta gengi ekki lengur, ég bara gæti ekki haft 2 kisur í þessari litlu íbúð, endalaus kattahár, og ýmislegt fleira sem fylgir.. Þessi litla dúlla hefur mikla aðlögunarhæfni, henni líkar við alla nema þá helst pínulítil börn sem rífa í hana.
Í gær kom kona í heimsókn sem langar í innikött, og vill alls ekki kettling til að kíkja á Rúsínu, og viti menn, að sjálfsögðu hoppaði Rúsínan beint upp í fangið á henni og bræddi hana alveg :)




Hún kemur á morgun og tekur hana, ætlar að prufa nokkra daga og sjá hvernig gengur hjá þeim. Ég er handviss um að þetta gangi upp, þær algjörlega smullu saman og Rúsína fann að hún kunni alveg að klóra á réttum stöðum ;)
En þetta verður án efa skrítið fyrir okkur Casper en samt án efa bara hið besta mál....

bætt við 2 dögum síðar: Rúsína enn hér hjá okkur Casper! kellann hætti bara við að langa í kött allt í einu. Þannig að Rúsínan litla bíður enn eftir rétta eigandanum fyrir sig :) vill einhvern sem er svolítið heimakær og gott að kúra hjá ;)