Saturday, August 16, 2008

Til hamingju Gunni og Hulda


Í dag voru þau Gunni frændi og Hulda gefin saman í lítilli fallegri kirkju í Hvalfirðinum.
Þetta var yndislegt alveg, þau geisluðu af gleði og hamingju. Ég var svo "heppin" að fá bréf upp á að ætla að þrýfa og bóna bílana þeirra á 9 mánaða brúðkaupsafmæli þeirra, en þau voru snyðug og báðu um að ég "bónaði" þau frekar ;) mér leist mun betur á það á fá þau á bekkinn til mín en að fá bílana í hlaðið, yrði örugglega 2 daga að bóna ..
En sem sagt frábær dagur og ég get svarið að það eru sennilega flestir í kringum mig búnir að gifta sig núna, ja nema bræður mínir, það kannski bara fer að koma að því????

Thursday, August 14, 2008

Monday, August 11, 2008

Afmæli



Til hamingju með afmælið elsku Tinna vinkona :)

Loksins búin að ná mér ;)

ég var svo heppin að þegar Solla vinkona átti afmæli um daginn (31 jul) var ég stödd á Akureyri og fékk fullt af kræsingum :Þ

vel heppnað ættarmót :)

Ættarmótið var mjög skemmtilegt og komu ótrúlega margir, held að talan hafi farið upp í ca. 90 manns af þeim ca. 110 afkomendum sem komnir eru undan ömmu og afa..
Föstudagskvöldið fór aðallega í að fólk var að tínast á svæðið frá 4 og framm eftir allri nóttu, setja upp tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og bíla. Fólk labbaði svo um og spjallaði og kynnti sig, því mikið af þessu fólki hafði ekki sést síðan amma var ung nánast. algeng setnig var, "ég man eftir þér svona litlum" Góð stemmning var á tjaldsvæðinu um kvöldið, Ella kveiktu upp í arinkubbum og safnaðist liðið saman þar í kring, Ari spilaði á gítar og mikið var sungið og aðeins sötrað af bjór!

Nóttin var köld fyrir tjaldbúa og sváfu sumir annsi lítið, en voru þó ótrúlega hressir á laugardeginum, þá var keyrt að Kaldrananesi og skoðað hvar bærinn Bjarg stóð og reyndu elstu systkinin að rifja upp í sameiningu húsaskipan og sögur frá æsku þeirra, Ási kunni margar góðar af prakkaraskap sínum þarna..
Þegar aftur var komið á Drangsnes og fólk búið að fá sér kaffibolla var haldin keppni í fótbolta og var mikill hugur í mönnum, strákarnir ætluðu að rústa þessum gömlu, og taka stelpurnar í nefið. Þeir allra hörðustu mættu vöpnaðir takkaskóm, keppnisbúninga og með svakalegt keppnisskap ( ég sá nú reyndar að sumir voru nánast búnar eftir upphitunina en það er annað mál )
Anton sýndi svaka takta í boltanum
strákarnir að undirbúa sig fyrir keppnina.....
Jón Gunnar var að æsa upp keppnisskapið í Súsönnu ;)
Ella sýndi ekki síður flotta takta á vellinum
Við Karen höfðum það mjög gott á kantinum og fylgdumst með!
Eftir harða keppni í boltanum sem fór á allt annan veg en upphaflega var ætlað (Þeir gömlu tóku sko liðið í nefið og var ótrúlegt að sjá hvað þeir voru í flottu formi kallarnir) fóru margir í sund eða bara að slaka sér framm að mat. Um 6 leitið var kveikt upp í 3 stórum gryllum og við þau var staðið og grylluð hver steikin á fætur annari, enda ekki vanþörf á þegar annar eins fjöldi er samankominn! Eftir matinn tókum við Igga okkur til og vorum með spurningarkeppni, mér þótti ekki annað hægt en aðeins að grylla þau systkinin aðeins ;) gerðum með spurningum um hvort annað, fjölskyldur og eins sögu Hólmavíkur og nágrennis.. ég var búin að sjóða saman einhverjar spurningar sjálf og leitaði aðstoðar maka nokkura til að fá einhverjar ábendingar, þetta var mjög skemmtilegt.. úrslitin voru mjög jöfn, munaði einungis einu stig, en ég fékk að heyra að það var nú bara því strákarnir fengu eilítið erviðari spurningar en þær ;)




Hér eru systurnar Finna, Dídi, Linda og svo fékk ég hana Huldu Svans til að filla skarðið þar sem mamma kom ekki....




Hér er bræðurnir Biggi, Ingvar , Bjössi og Ási




Eftir þetta var pub quiz, dansað, spjallað og allir mjög hressir... og um 2 leiið um nóttina, sendi ég síðusta út úr húsinu, slökkti ljósin og skellti í lás, þá þegar var búið að kveikja eld og gítarspil og söngur barst neðan af fótboltavelli.. Allt semsagt gekk að óskum og glaðir ættingjarnir tíndu saman dótið sitt á sunnudeginum og héldu heim á leið.....