Monday, October 27, 2008

Undanfarið

hefur verið frekar lítið að gera, en samt voða mikið að gera!
hef verið að vinna frekar mikið, síðustu 3 helgar en virku dagarnir frekar rólegir.
Nuddið hefur róast heilmikið síðustu 3 vikur en held að það sé að fara að glæðast aftur,
en aðalgallinn að fólk vill helst koma núna, þá er það komið í klessu af kreppukjaftæðinu og ákveður að plæsa á sig tíma og getur ekki beðið því það er í svo mikilli klessu....
Annars fórum við heilsunuddararnir út að borða og á skemmtun eins og vaninn er á fyrsta vetrardag, ég var að vinna til 4 fór svo heim í gótt bað með einn ískaldann og sjænaði mig, ferlega næs.. Ég gerði þjónustupíuna pirraða á Caruso strax pirraða þegar hún tók niður pöntunina, hún hefndi sín og tók diskinn af borðinu hálfkláraðann þar sem ég skrapp aðeins á klósettið að pissa!


Eftir fínan mat rölti ég með liðið (eins og ekta ungamamma) á Rosenberg og þar hlustuðum við á tónleika með Ljótu hálfvitunum, sem voru geggjað fyndnir og skemmtilegir að vanda!

*Frammundan er að rembast við að klára að taka í gegn hérna hjá mér, á von á sendingu að norðan, gamaldags skenk/snyrtiborði frá ömmu, veit ekkert hvar ég pota því en einhverstaðar mun það smella!
*Svo fer ég norður (11 okt) meinti 11 nóv að sjálfsögðu og verð í heila 5 daga.
Pabbi gamli verður sextugur, maður verður nú að mæta þá!
*svo verð ég að passa mig voða vel, það er ólétta að ganga þannig að ég ráðlegg öllum sem vilja forðast svoleiðis ástand að krossa lappirnar.

Myndin er tekin á laugardagskvöldið þegar Fjóla kennarinn minn í nuddskólanum var að fikta í mér, e-ð að laga loftnetið sagði hún ;)
jæja þangað til næst......

Vegna fjölda áskoranna

Svona lít ég úr ljóshærð :) hef ekki verið svona ljóshærð síðan ég var 16 .....


er alveg að fíla mig vel...
Enda komin með mjög mikla leið á rauða litnum!