Saturday, December 27, 2008

Til hamingju með daginn Anton Freyr


já þessi snyllingur á afmæli í dag... ótrúlegt hvað þetta líður fljótt,
Mér fynnst vera rétt svona 5 ár síðan við vinirnir fórum í Húnaver og Jón Gunnar bróðir kynntist Ellu:)



Tuesday, December 23, 2008

Jólin jólin


nú er um miðnætti á þorláksmessu, ég er búin að vera að vinna og ekki nennt miklu í jólaundirbúningi, er algjörlega á þeirri skoðun að jólin koma hvort sem það er svolítið skítugt hjá manni eða ekki :)

Kláraði þó að kaupa jólagjafirnar áðan, fór og verslaði í matinn með Heklu, við ætlum að borða saman annað kvöld eins og við gerðum í fyrra.. höfum lifað á því hve gómsæt jólasteikin var þá í ár, eins gott að hún klikki ekki núna!

ég skrifaði einungis um 15 jólakort, þannig að ef einhver saknar jólakorts frá mér þá bara úps, sorry, andinn kom bara einu sinni yfir mig fyrir þessi jól og ég átti ekki fleiri það kvöldið!

Ég hef einhvernveginn frekar setið og dundað mér við mosaic en að undibúa jólin, var mun meiri þannig andi yfir mér en jólaandi..... þangað til áðan :) þá tók ég mig til og skreytti jólatréð, í fyrra var ég nefnilega að gera það um 5 leitið á aðfangadag þegar steikin var í ofninum og það er of mikið að gera á morgun til að ég hafi tíma í það..

Er með einhver 5 jólakort og 3 jólagjafir sem ég á eftir að koma á sinn stað, sækja 2 jólagjafir til mín á flugvöllinn og kanski ef ég nenni ryksuga ég og skúra!

En í gvuðana bænum ekki halda að ég sé einhver skröggur og sé í eitthvað fúl er sko alls ekki þannig, er bara einhvernvegin ekki á því að láta þetta jólastress hafa áhryf á mig.
en allavegana þá ætla ég núna að skríða í bólið, og óska því öllum Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
já og eitt enn Anna Geirlaug vinkona og Hermann voru að láta pússa sig saman, alveg frábært innilega til hamingju aftur dúllurnar mínar