Friday, August 22, 2008

Til hamingju með daginn Guðný (og aðrir íslendingar)



Í dag á hún Guðný Jóhanna afmæli og ég segji bara skál og syngja.....

Til hamingju Guðný og velkomin heim eftir alltof langann tíma í útlandinu litla.

Svo getur maður ekki annað en smitast aðeins af handboltaspennunni, þvílíkt glæsilegur leikur í dag, ég var svo heppin að það var pása milli nudda akkúrat meðan leikurinn fór framm..

Annars er Ágúst afmælismánuður mikill og á hann Hlynur bróðir afmæli á sunnudaginn, hann er örugglega að verða 22 ára (er 3 árum yngri en ég , reiknisdæmið einfalt) til hamingju Hlynnsi

jæja nóg í bili ætla út í helgina, er í fríi laugardag, sunnudag og mánudag, verð sennilega um allar trissur á morgun að gera e-ð menningarlegt í henni Reykjavík.

4 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með bróður þinn og sigurinn. Silfrið er rosalega flott.. Á að fara niðrí bæ að heiðra drengina á eftir?? hihihi

Helga Dröfn

Harpa said...

hefði sko verið til að sjá gæjana, en nuddi nuddi nudd... eina sem kemst að þessa dagana!!

Anonymous said...

Hvaða slen er þetta skvísa? Eru bloggfingurnir uppteknir við að nudda hold alla daga? Hvernig var á menningarnótt?

Harpa said...

jah kom ekki bara skot úr hörðustu átt ;)
ég skal fara að bæta úr þessu Tinna mín