Friday, March 28, 2008

Steingeit:

Stjörnuspá dagsins á mbl. :

Þú breytir sýn þinni á aðstæður. Í stað þess að "verða" að gera hlutina, finnst þér þú "mega" gera þá. Og þú hefur miklu, miklu meiri orku!

Thursday, March 27, 2008

Gamlir taktar rifjaðir upp



Já ég er bara búin að dusta rykið af penslunum og málningunni og farin að mála :) Ég fékk spark í rassinn frá Huldu vinkonu, (þau eru að fara að gifta sig í juli) var að nefna að mig langaði að fara að mála aftur og þá sagði skvísan bara : við viljum málverk frá þér í brúðkaupsgjöf... ég varð að taka þeirri áskorun að sjálfsögðu!! en óheppin hún ef hún verður ekki hrifin af útkomunni!

Það er reyndar svolítið meiri pressa að vera að gera verk fyrir einhvern sérstakann... en gaman er það, fyrir utan lyktina, verð að fara að byggja við hérna hjá mér, vantar vinnustofu!!

Tuesday, March 25, 2008

litlar hetjur


Ég er mjög heppin, mér fynnst vinnan mín skemmtileg. Er alveg að finna mig í þessu, hugsa um litlar hetjur.. En í gær var ég minnt á að þetta er ervið vinna. Lítill gutti sem ég hef annast mikið lést aðfaranótt mánudags, eftir mjög ervið veikindi.
Hann var svo duglegur, hann kenndi mér og okkur öllum í vinnunni annsi mikið. Þetta er skrítið að hafa hugsað svona mikið um einhvern, og svo bara er hann farinn.. var eitthvað svo fjarri manni en þó ekki...
En ég veit að hann hefur það gott núna....

Monday, March 24, 2008

Páskaát

páskarnir voru fínir, nema að ég borðaði alltof mikið ;)
skrapp á Selfoss á laugardaginn og var þar framm á kvöld, fékk þar piparsteik!
var svo boðin í mat í hádeginu á sunnud. og þar var önd með alls kynns lostæti á boðstólnum. Og um kvöldið var ég boðin í mat aftur og fékk þar læri með öllu tilheyrandi. skreið svo hingað heim og lá á meltunni í allt gærkvöldi :)

Sunday, March 23, 2008

Gleðilega páska





namm namm namm..............