Jæja þá er sumarfríið loksins byrjað :) er í heilar 5 vikur í fríi frá Rjóðri....
held að ég muni nú ekki halda út nema svona 3 vikur frá nuddinu, maður þarf að hugsa vel um kúnnana sína, sum þeirra hafa látið eins og lífið geti ekki haldið áfram hjá þeim án mín, held að það séu nú töluverðar ýkjur en ég held að ég kunni heldur ekki að vera í fríi mikið lengur!
ég hafði nú engar sérstakar áætlanir varðandi sumarfríið mitt, ætlaði að sjálfsögðu e-ð norður og svo bara slaka á.
Er líka búin að sverja við sjálfa mig að fara í gegnum skápana hjá mér á einhverjum rigningardeginum...
en það eru utanaðkomandi áhrifavaldar sem stjórna þessu svolítið hjá mér, ég fer til Akureyrar eftir helgi og verð þar framm að laugardag, elsku amma mín kvaddi þennann heim um daginn og mun þessi vika fara í að kveðja hana og fylgja til grafar.
Helgina eftir versló er svaka ættarmót planað og ég mun fara til Hólmavíkur og Drangsnes þá. Verður örugglega svakalegt stuð..
helgina þar á eftir ætlar Gunni frændi minn að ganga í það heilaga með Huldu sinni, og ég fer að sjálfsögðu þangað!
Þetta frí verður örugglega liðið áður en ég veit af :)
vonandi hafið þið það gott og liggið í leti eins og ég !
Friday, July 25, 2008
Subscribe to:
Posts (Atom)