Jæja eftir sumarfríið vann ég 11 daga í röð, annað hvort í Rjóðri eða að nudda, brjálað mikið að gera, og maður enn í svolitlum letigír eftir fríið en það hrisstist fljótt af þegar maður var kominn af stað í þeim verkefnum sem voru þann daginn....
Rúsínan mín fór á sunnudagskvöldið upp í Grafarvog, og ætlar að prufa að búa þar í svona viku eða 2 og sjá hvernig henni líkar, hingað til hefur gengið bara fínt, vonandi verður það bara áfram og hún ákveður að flytja bara alfarið.... verð nú að viðurkenna að það er smá söknuður, en er viss um að hún er sáttari ein með nýja eigandanum(ef gengur áfram vel hjá þeim)
Allavega er Casper mjög sáttur,
hann á mig núna skuldlaust og allt heimilið,
hann er mun rólegri og hefur ekkert pissað inni :)
Annars lennti hann í því greyið núna í vikunni að hann var úti og allt morandi í kolvitlausum geitungum og hann tók sig til og ætlaði að veiða hann en bévítanns geitungurinn stakk hann í loppuna og hefur Casper varla þorað út síðan ;)
ég var búin að vinna um 7 leitið í gærkvöldi og skellti mér því á Cafe Rosenberg í gærkvöldi og hlustaði þar á 2 unga herra sem kalla sig misery loves company, verð að segja mér fynnst þeir verða betri við hverja hlustun..
í dag svaf ég til hádegis alveg búin á því og er búin að vera á þvælingi á laugaveginum m.a. á morgun stendur til að fara á búðarráp um daginn borða góðann mat um kvöldið og fá sér e-ð ljúffengt að drekka með og á eftir, já og skella sér út að dansa :) langt síðan ég hef gert slíkt..... adios
Friday, September 5, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment