
Allavega er Casper mjög sáttur,
hann á mig núna skuldlaust og allt heimilið,
hann er mun rólegri og hefur ekkert pissað inni :)
Annars lennti hann í því greyið núna í vikunni að hann var úti og allt morandi í kolvitlausum geitungum og hann tók sig til og ætlaði að veiða hann en bévítanns geitungurinn stakk hann í loppuna og hefur Casper varla þorað út síðan ;)
ég var búin að vinna um 7 leitið í gærkvöldi og skellti mér því á Cafe Rosenberg í gærkvöldi og hlustaði þar á 2 unga herra sem kalla sig misery loves company, verð að segja mér fynnst þeir verða betri við hverja hlustun..
í dag svaf ég til hádegis alveg búin á því og er búin að vera á þvælingi á laugaveginum m.a. á morgun stendur til að fara á búðarráp um daginn borða góðann mat um kvöldið og fá sér e-ð ljúffengt að drekka með og á eftir, já og skella sér út að dansa :) langt síðan ég hef gert slíkt..... adios
No comments:
Post a Comment