Sunday, December 14, 2008

úps...


Fannst ég nýbúin að blogga, en fatta það núna að það var í vinnunni, þar er nefnilega komin bloggsíða sem uppistendur aðallega af myndum af krökkunum og okkur. Því miður vel ég ekki myndirnar, enda eru nokkrar miður fallegar af mér! t.d. þessi af okkur Gretti.
En annars er ég búin að vera að vinna eins og vanalega, alltaf reitingur í nuddinu en ekki eins mikið og var orðið "fyrir kreppu"
Jólaundirbúningurinn er nú ekki mikill, en jú jólagjafir og jólakort, er langt komin með það en ekki búin, er líka svona aðeins búin að fikta við að skreyta og þrýfa. En hef einhvernveginn ekki komist í gírinn, næ ekki að klára neitt , bara byrja á ýmsu en svo bara veð ég í e-ð allt annað!
Hef mikið verið að dunda mér í að mosaica ( mun skemmtilegra en að þrýfa)
Er ekki búin að ákveða hvað ég geri um jólin, er að vinna á þollák og er svo í 6 daga fríi..
mjög gott jólafrí, en fynnst reyndar ekkert að því að vinna á jólunum, ekki þegar maður er svona barnlaus og fínn.. en Rjóður er bara lokað yfir jól og líka áramótin.
Ég hef meira verið að spá í að ég fer að eiga afmæli bráðum :) meina þegar ég var lítil fannst mér það vera kellingar sem voru svona gamlar.. en núna fynnst mér ég sko engin kelling..
jæja best að fara að kúra hjá jólakettinum :) þangað til næst xxx

5 comments:

Anonymous said...

haha! snilldarmynd! takk fyrir í gær, sjáumst sem fyrst aftur!
Valdis

Anonymous said...

Hélt að kötturinn hefði gengið frá þér.Eva mín útskrifast á næsta laugardag og minn hluti af ættinni verður heima hjá Íris um kvöldmatarleitið ef þig langar og getur hitt okkur. Kv. Birna

Anonymous said...

þetta er bara snilldar mynd hehehe..
takk fyrir símtalið í kvöld alltaf gaman að heyra í þér..:)
kv Guðbjörg

Harpa said...

já þessi mynd svosem lýsir mér ágætlega, er algjör vitleysingur :)(það fynnst krökkunum allvega)

nei Birna mín kötturinn var ekki búinn að borða mig, en vinnugleðin og svo letin þess fyrir utan voru að fara með mig!

Anonymous said...

HAHAHAHAA frábær Grettir og hattur!

Stundum svo gott að vera latur og eirðaleysið og "að-klára-aldrei-neitt" hluturinn kemur bara og fer! Such is life.

Knús til þín dúllan mín og gleðilega hátíð :*
Frú HD