Já við erum bæði veik, ég og Casper minn ....
Ég er bara með þessa tipical hitavellu sem virðist hellast yfir mig í hver sinn sem ég er búin að ofkeyra mig... Hef aðeins gleymt mér í vinnu og nuddi eða öllu heldur gleymt að ég þarf mína frídaga og minn drottningarsvefn. Svona hefur þetta verið eftir veikindin þarna um árið að ef ég hef ekki passað extra vel upp á mig þá bara hellist allt í einu yfir mig hitavella og með því leiðindarbeinverkir... Ég sem var að detta í 3ja daga helgarfrí og sá fyrir mér þvílíkt notalega helgi þá kom ..kvef, hiti og beinverkir og núna er ég á enn eins og drusla....
En þó ekki eins mikil drusla eins og hann Casper minn.. Greyið litla hefur verið slappur alla vikuna og ekkert viljað borða, bara legið eins og skata.. Ég fór með hann til dýralæknis á föstudaginn (sjálf með 38 st. hita og stíflað nef) hún var nú ekki viss um hvað væri að hrjá hann, gaf honum pensilin og svo e-ð meltingarensím sem ég er að gefa houm 3x á dag .. Ég hef svo verið að gefa honum túnfisk og stappaðar fiskibollur og hann er aðeins farin að borða en er samt ekki orðinn nógu hress... Greyið er búinn að missa heilt kíló síðan í nóvember (það jafngyldir því að ég mundi missa 25 kg á 2 mánuðum) það er ekki gott! en gjörgæslan heldur áfram hér hjá okkur, vonum það besta!