Wednesday, January 7, 2009

þrettándinn liðinn

er alveg magnað , enn einn afmælisdagurinn liðinn, þeir eru komnir upp í töluna 35.

Ég man þegar maður var yngri og sá 35 ára gamlar kellingar, þreyttar með gargandi börn út í búð, örugglega ný komnar úr vinnunni og búnar að sækja börnin á leikskólann að kaupa í kvöldmatinn til að elda fyrir gargandi krakkana og þreytta manninn sem enn var í vinnunni.

en ég er nú bara 27 enn þrátt fyrir afmælisdagana 35, fer ekki ofan af því :) Helga Dröfn bað um rökin, þau eru einföld :)

*pakkinn .. þessi sem langflestir fara í, kall, börn, húsið, dýri bíllinn, rólan í garðinum, lánin sem fylgja því, svefnlausar nætur, afbryðisemi, stress og áhyggjur. svooo margt sem veldur álagi á mann andlega og líkamlega og orsakar það að maður eldist og fær ótímabærar hrukkur ;)

*** ég hef forðast þennann pakka, er því ekki eins þroskuð (?) , stressuð og hrukkótt***

okey okey ég veit að margt margt fylgir þessum pakka sem er gott og yndislegt að sjálfsögðu

en mitt líf, í minni kósý ódýru íbúð, með minn kósý kött, í minni fínu vinnu (þar fæ ég útrás fyrir móðurtilfinningarnar) er alveg frábært. ég er sko ekki komin í neitt panick, er bara sátt og sæl með mitt líf núna, það er kannski helst stressandi hvað littli jepplingurinn minn breyttist skyndilega í rándýrann eðaljeppa, en það eru bara peningar.. Ég er í því hugarástandi að vera einungis svona ca. 27 ára.. Það sem ég er kanski ánægðust með er að vera ótrúlega hress og laus við einhver veikindi (vá okey þetta hljómar eins og ég sé 70 en eins og allir vita þá getur maður lent í veikindum á öllum aldri, ég veit það amk) okey núna er ég komin með verki í öxlina og rassinn á að sytja svona við tölvuna ætla því að láta þetta nægja í bili (hehehe)

takk fyrir allar kveðjurnar og símtölin í gær knús og kossar

Tuesday, January 6, 2009

í tilefni dagsins set ég hér inn mynd síðan ég var í 6 bekk :)

þetta er handboltaliðið í mínum bekk og að sjálfsögðu var ég í marki, vá hvað maður var ungur og saklaus :)

Sunday, January 4, 2009

Gleðilegt ár 2009

er ekki dauð í öllum æðum ;) hef bara verið annsi upptekin e-ð undanfarið..
Jólin og áramótin voru fín og róleg, þannig að ég hef nú aðallega verið upptekin við að vera löt, nema síðustu 3 daga þá hef ég verið í vinnunni! núna er ég komin í gott frí aftur þaðan, er búin að vinna af mér þriðjudaginn, næsta vakt er á fimmtudaginn og svo er ég komin í 4 daga frí aftur.
Þetta er reyndar bara í Rjóðrinu en að sjálfsögðu er ég að hamast við að nudda e-ð líka og geri það þá daga sem ég er ekki að vinna. hahaha hljómar nú bara eins og bull jæja svei mér þá hugsa að ég ætti að vera komin í bólið að sofa í hausinn á mér... góða nótt
p.s. ég var spurð í vinnunni í dag af einu barninu.. Harpa af hverju ertu með svona marga marbletti út um allt (og benti á freknurnar)