Tuesday, September 9, 2008

Brjálað að gera!


Hef sko í nægu að snúast þessa dagana, nudda, nudda, nudda.
Vinna svo miðvikudag, fimmtudag og föstudag.
Eftir hádegi á föstudaginn förum við Rjóðurs-skvísur svo á Flúðir í sumarbústað, þar verðum við með stuttann starfsdag og partý um kvöldið. Það hefur komist á sú hefð að hafa þema í þessum Flúðarferðum okkar sem eru árlegar, í fyrra var '80 þema og var mjög gaman af því, held að allar nánast hafi mætt með legghlífar og það fyndnasta var að þær voru í öllum regnboganns litum.
Í ár er kúreka þema, ja eða villta vesturs þema, held að einhver ætli að vera saloon girl (fínt nafn yfir hóru í villta vestrinu) og flestar kúrekar, gallabuxur, kúrekastígvél og hef grun að tóbaksklútarnir verði jafn allsráðandi og legghlífarnar í fyrra...
Ég var að enda við að dífa mínum búningi í kaffi svo hann væri skítugur og sjúskaður....
Set kannski inn mynd eftir helgina af mér.
Jæja nóg blaður, ég er loksins farin að dunda mér aftur í mosaic, ætla aðeins að dunda í því áður en næsti nuddþegi kemur.... ííííííhaaa!