Monday, August 18, 2008
Rúsína flytur......
Já ég ákvað að þetta gengi ekki lengur, ég bara gæti ekki haft 2 kisur í þessari litlu íbúð, endalaus kattahár, og ýmislegt fleira sem fylgir.. Þessi litla dúlla hefur mikla aðlögunarhæfni, henni líkar við alla nema þá helst pínulítil börn sem rífa í hana.
Í gær kom kona í heimsókn sem langar í innikött, og vill alls ekki kettling til að kíkja á Rúsínu, og viti menn, að sjálfsögðu hoppaði Rúsínan beint upp í fangið á henni og bræddi hana alveg :)
Hún kemur á morgun og tekur hana, ætlar að prufa nokkra daga og sjá hvernig gengur hjá þeim. Ég er handviss um að þetta gangi upp, þær algjörlega smullu saman og Rúsína fann að hún kunni alveg að klóra á réttum stöðum ;)
En þetta verður án efa skrítið fyrir okkur Casper en samt án efa bara hið besta mál....
bætt við 2 dögum síðar: Rúsína enn hér hjá okkur Casper! kellann hætti bara við að langa í kött allt í einu. Þannig að Rúsínan litla bíður enn eftir rétta eigandanum fyrir sig :) vill einhvern sem er svolítið heimakær og gott að kúra hjá ;)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
hæ elskan, þetta hlýtur að hafa verið dálítið erfið ákvörðun, en ég styð hana heilshugar - blessaðir kettirnar og HÁRIN þeirra ;o(.
Hafðu það sem best, ég vildi að þú byggir nær.
kv. Solla babe!
Post a Comment