Monday, April 21, 2008

Fín helgarferð norður

Já ferðaveðrið var fínt og ég var með góða tónlist og í fínu skapi til ferðar, enda ekki vön á öðru, ég var svo snyðig að ég vaknaði á föstudagsmorgun, pakkaði niður, skellti mér í bað og fór í gott nudd til Hrannar skólasystur minnar úr nuddskólanumog lagði svo af stað í rólegheitunum um 13-30.

Myndin er tekin við Söng upp á Mývatnsheiði á laugardaginn..

Það voru nokkrir hlutir sem ég fattaði á þessari ferð!!

* Cruse control er ein mesta snilldaruppfinning sem ég veit um, þægilegt og sparar bensín í þokkabót, Ravinn fór með 6.7 l að meðaltali, stóð sig svakalega vel blessaður kagginn..

* meðallíkamshiti þeirra sem búa fyrir norðan er örugglega 37.8

* Þó að í umferðarlögum standi að hámarkshraði sé 90 km/klst þá er óskráð lög þjóðvegarinns að það sé bannað að keyra á 90 hvað þá hægar.

*það er betra að borða gryllað læri af kolagrylli en gasgrylli.

* ég er orðið borgarbarn.. var berfætt eins og amma mín orðaði það, í sandölum og með crocs , það dugar ekki á snjósleða hvað þá í fjárhúsin. (fór sem sagt í Mývatnssveit og í Fellshlíð og sá þar ný lömb)

* nýfædd börn eru voðalega sæt og stóru systurnar líka :)

* Maður verður annsi aumur í sitjandanum ef maður keyrir straight í 4 klukkutíma, en það hjálpar að kveikja á hitanum í sætunum

* maður er alltaf fljótari heim en að heiman.....

3 comments:

Anonymous said...

já lærið er betra á kolagrilli en gasgrilli það er eitthvað við kolin...
flott mynd;) tekin náttúrulega í geggjuðu veðri sem að er alltaf á norðulandi;):)
við komum svo suður um hvítasunnuna þá hittum við á þig..
kveðja Guðbjörg

Anonymous said...

ummm grilllll
mamma hafði grill á laugardagskvöldið og ég var að vinna djö maður
en ég er sammála kola er betra
kv rúna

Anonymous said...

Ohhhh hljómar vel.... Minns langti í sveit.. bara eitthvað út í sveit!

Helga Dröfn