Monday, January 12, 2009

skemmtileg helgi að baki!


núna um helgina fór ég í sumarbústað í Reykholti með nokkrum vinkonum í húsmæðraorlof eins og ég hef gert undanfarin ár í kringum afmælið mitt..

Við fórum á föstudagskvöldi um 5 leitið, stoppuðum á selfossi og fengum okkur að borða og brunuðum í bústaðinn, það tók langt korter..

Við vorum 6 á föstud.kv. drukkum smávegis hvítvín og borðuðum snakk, skelltum okkur í pottinn og eftir að hafa legið í bleyti í svona 2 tíma skelltum við okkur í náttfötin og héldum náttfatapartý!Spiluðum, lékum okkur og dönsuðum.. :)
Á laugardaginn var legið í leti, farið í göngu og pottinn aftur þar til komu fleiri skvísur á staðinn og upp var slegið kökuveislu, eftir það var aðeins spilað og svo borðað meira spilað meira, kjaftað hlegið og bara gaman! þetta var yndisleg helgi með skemmtilegum vinkonum og vil ég þakka kærlega fyrir mig, góðar, stundir, góðar gjafir, góðar kökur og bara allt gott xxx knús og kossar

3 comments:

Anonymous said...

Vá þetta hefur verið ekta. Kv Birna

Anonymous said...

takk fyrir mig segi ég nú bara. Þú átt frábærar vinkonur greinilega. Enda eins og sagt er: sækjast sér um líkir

Knús HD

Harpa said...

ljá algjörlega, enda erum við báðar FRÁBÆRAR! ;)