Friday, August 14, 2009

Úr kennslubók í heimilisfræði:

Svona var þetta í gamla daga..Þessar reglur eru teknar úr kennslubók í heimilisfræði síðan 1950.


1. Hafðu kvöldmatinn tilbúinn á réttum tíma. Það veitir honum þá tilfinningu að þú hafir verið að hugsa um hann og að þér sé annt um þarfir hans. Flestir karlmenn eru svangir þegar þeir koma heim og tilbúinn matur er hluti af því að láta hann finna hversu velkominn hann er heim, en það er karmönnum nauðsynlegt.

2. Notaðu 15mín. til að snyrta þig og skipta um föt áður en hann kemur. Hann er að koma heim úr leiðinlegri og erfiðri vinnu og er þreyttur. Vertu svolítið hress og skemmtileg til að hressa hann við.

3. Taktu upp allt rusl og dót. Farðu eina umferð um húsið og safnaðu saman skólabókum, leikföngum, pappírsrusli og blöðum. Renndu svo tusku yfir borðin til að þurrka af og þrífa svolítið. Eiginmanni þínum mun finnast hann kominn í friðarparadís og það hefur mikið að segja fyrir hann.

4. Snyrtu börnin til. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að þrífa hendur og andlit og greiða þeim.. Ef þarf, skaltu láta þau skipta um föt. Þau eru hans fjársjóður og hann vill sjá þau þannig.

5. Sjáðu til þess að húsið sé hljóðlátt. Slökktu á öllum vélum, s.s. uppþvóttavél, þvottavél, þurrkara og ryksugu. Reyndu að sjá til þess að börnin hafi hljótt. Taktu á móti honum með glöðu brosi.

6. Gættu þess að hella ekki yfir hann kvörtunum þegar hann kemur. Ekki heldur kvarta þó hann komi of seint í mat. Þú getur verið viss um að þínar kvartanir eru minniháttar í samanburði við það sem hann hefur þurft að þola yfir daginn.

7. Sjáðu til þess að hann hafi það þægilegt. Láttu hann halla sér aftur á bak í hægindastól eða stingdu upp á því að hann halli sér smástund í rúmið. Vertu tilbúinn með kaldan eða heitan drykk handa honum. Bjóddu honum að klæða hann úr skónum og hagræddu púðunum undir honum. Ræddu við hann með rólegri, mjúkri röddu. Leyfðu honum að slaka á.

8. Láttu hann ráða kvöldinu. Ekki kvarta þó hann fari ekki með þig út að borða eða á aðrar skemmtanir, reyndu í stað þess að skilja að hann hefur fengið sinn skerf af streitu og látum yfir daginn og þarfnast hvíldar heima.

9. Markmiðið er að gera heimilið að stað þar sem eiginmaður þinn getur fundið frið og reglu og getur slakað á eftir erfiðan dag.

Monday, July 27, 2009

fyrir Heklu brandari í brúðkaup...

Það er ekki erfitt, að gera konu hamingjusama, þú þarft bara að vera:
1. vinur
2. félagi
3. ástmaður
4. bróðir
5. faðir
6. húsbóndi
7. yfirmaður
8. rafvirki
9. trésmiður
10. pípari
11. handlaginn
12. skreytimeistari
13. stílisti
14. sérfræðingur í kynlífi
15. mannþekkjari
16. sálfræðingur
17. hagfræðingur
18. reiknimeistari
19. góður huggari
20. góður hlustandi
21. skipuleggjari
22. góður faðir
23. snyrtilegur
24. samúðarfullur
25. sportlegur
26. hlýr
27. skemmtilegur
28. aðlaðandi
29. snillingur
30. fyndinn
31. hugmyndaríkur
32. mjúkur
33. sterkur
34. skilningsgóður
35. þokkafullur
36. prúður
37. metnaðarfullur
38. hæfileikaríkur
39. þolgóður
40. skynsamur
41. trúr
42. ábyggilegur
43. ástríðufullur
..og gleymir aldrei að:
44. gefa henni gjafir reglulega
45. fara með henni að versla
46. vera heiðarlegur
47. vera örlátur
48. að stressa hanna ekki
49. horfa ekki á aðrar konur

og um leið þá verðurðu líka að:
50. veita henni mikla athygli, og hugsa ekki mikið um sjálfan þig
51. gefa henni allan tíma sem hún þarf
52. gefa henni mikið frelsi, ekki hafa áhyggjur af því hvert hún fer

Það er mjög áríðandi:
að gleyma aldrei:
1. afmælisdögum
2. brúðkaupsdögum
3. plönum sem hún hefur ákveðið


TIL AÐ GERA KARLMANN HAMINGJUSAMANN :

1. Gefa honum að borða góðan mat
2. Sjá til að hann fara reglulega að sofa (ekki einn)
3. og þegja svo að hann geti horft á leikinn í sjónvarpinu í friði

Life explained

A boat docked in a tiny Mexican village. An American tourist complimented the Mexican fisherman on the quality of his fish and asked how long it took him to catch them.
"Not very long," answered the Mexican.
"But then, why didn't you stay out longer and catch more?" asked the American.
The Mexican explained that his small catch was sufficient to meet his needs and those of his family.
The American asked, "But what do you do with the rest of your time?"
"I sleep late, fish a little, play with my children, and take a siesta with my wife. In the evenings, I go into the village to see my friends, have a few drinks, play the guitar, and sing a few songs. I have a full life."
The American interrupted, "I have an MBA from Harvard and I can help you! You should start by fishing longer every day. You can then sell the extra fish you catch. With the extra revenue, you can buy a bigger boat."
"And after that?" asked the Mexican.
"With the extra money the larger boat will bring, you can buy a second one and a third one and so on until you have an entire fleet of trawlers. Instead of selling your fish to a middle man, you can then negotiate directly with the processing plants and maybe even open your own plant. You can then leave this little village and move to Mexico City, Los Angeles, or even New York City! From there you can direct your huge new enterprise."
"How long would that take?" asked the Mexican.
"Twenty, perhaps twenty-five years," replied the American.
"And after that?"
"Afterwards? Well my friend, that's when it gets really interesting," answered the American, laughing. "When your business gets really big, you can start buying and selling stocks and make millions!"
"Millions? Really? And after that?" asked the Mexican.
"After that you'll be able to retire, live in a tiny village near the coast, sleep late, play with your children, catch a few fish, take a siesta with your wife and spend your evenings drinking and enjoying your friends."
And the moral of this story is: ......... Know where you're going in life... you may already be there.

Wednesday, April 15, 2009

játa mig seka um að vera með lagið á endurtekningu nokkuð oft!

þvílíkt geggjað lag.. textinn er ótrúlega flottur og röddin í gaurnum ;) slef slef

Friday, April 10, 2009

Leti leti leti


gott að hlaða betteríin, en er full löt þessa dagana, nenni ekki að lesa, gera mosaic, fara í heimsóknir, gönguferð eða nokkurn skapaðann hlut... vantar einhvern til að sparka ærlega í afturendann á mér ;)

Monday, April 6, 2009

Til hamingju með afmælið Ella

já hún á afmæli í dag hún Ella mágkona :) eins og sést þá er hún ekki hrifin af myndavélum ;)

Tuesday, March 31, 2009

vinna, fermingar og fleira :)

það hefur sko alveg verið nóg að gera hjá mér þennann mánuðinn....






Vinna vinna vinna eins og vanalega, og fullt að gera í nuddinu, það er með ólíkdum, kreppan kanski að naga axlirnar á fólki, og svo er ótrúlega mikið af nýju fólki að koma, mamma, maður, vinkona og þ.h. þeirra sem eru hjá mér fyrir... og allir vilja koma aftur og aftur , þrátt fyrir mín hörkubrögð ;)




Rjóður varð 5 ára 20 mars og mér fynnst það með ólíkindum.. getur verið að ég sé búin að búa hér í borginni í 9 ár og unnið við nudd í rúm 7ár og í Rjóðri í 5 ár... vá hvað tíminn er fljótur að líða, þetta er alveg með ólíkindum, ég er enn ánægð í báðum störfum, þau eru gefandi og ég hef enn mikið að gefa í þetta sjálf, þannig að þetta er bara hið besta mál held ég..


Næsta fimmtudag er ég að fara til Akureyrar, og er ástæða ferðarinnar fermingin hennar Sögu. Það er enn ein sönnun þess að tíminn æðir áfram á ógnarhraða.. getur það verið að Tinna vinkona sé að fara að ferma, hmmm hve mörgum árum eldri en ég er hún eigjinlega??? ;)
en nú er bara að bíða og sjá hvort færðin verði okey, þetta snjóaveður núna er alveg með ólíkindum!
Fleiri fermingar eru hjá mér, Rósa fermir hana Karen sína annann í páskum og Anton hanns Jón Gunnars fermist svo annann mai þannig að þá er önnur ferð norður.
jæja best að fara að gera e-ð af viti.. hafið það gott í snjónum ..

Monday, February 23, 2009

geggjað kvöld í alla staði...


vá vá vá hvað var frábært hjá okkur á laugardagskvöldið , enda frábært fólk á ferð.. og það er slegist um að halda næsta partý.... myndirnar tala sínu máli...




fleiri myndir eru á facebook fyrir þá sem þar eru, og svo eru sumar einfaldlega ekki byrtingarhæfar ;)

Saturday, February 21, 2009

Frændsystkinapartý í kvöld....


já nú er komið að því að við höldum almennilegt partý , afkomendur þrjóskustu systkina sem sögur fara af á ströndum....
við hittumst hjá Hafþóri og Olgu, gryllum og skálum, förum kannski í einn leik eða svo og skálum meira :)
jæja best að taka framm sparslið og spaðann og gera sig pínu sæta fyrir kvöldið ...
ég verð samt líklega eins og belja að vori sem er verið að hleypa út í fyrsta skiftið , eftir að hafa verið félagslega svelt undanfarnar vikurnar ;) skál!

Sunday, February 8, 2009

loksins :)

svei mér þá .. hér hjá okkur, mér og litla karldýrinu mínu hefur birt til...
við erum laus undan veikindadoðanum og bara orðin svona 95%
Ég er búin að fara aðeins um íbúðina með ryksugu, skrúbb og tusku, opna út og allt er mun betra..

Enda eins gott, ég á eftir að finna tíma fyrir alla sem ég þurfti að afboða í vikunni, svo er það vinnan að sjálfsögðu. Annars hef ég varla tíma til þess að stússa í nuddi og vinnu, ég hef svo mikið að gera í mosaicinu. Ég fór og keyfti mér fullt af gleru um daginn og er með nokkra hluti í vinnslu og það er alveg sorglegt að horfa uppá þá rykfalla og mig klæjar í puttana að gera meira, en í gærkvöldi sagði ég við sjálfa mig : ekkert mosaic fyrr en búin að þrífa, já maður þarf að vera harður við sjálfann sig, ég er einn sá mesti snillingur í að fynna afsakanir fyrir að nenna ekki þrifum..

Thursday, February 5, 2009

sagan endalausa....

Svei mér þá ég náði ekki að skrifa neina færslu hér um að við værum orðin hress þá lagðist ég í rúmið aftur...

Casper fór í aðra sýklalyfjasprautu til dýra og hefur sýnt og sannað það núna að hann er alveg orðinn hress og samaur við sig..ég aftur á móti dreif mig í vinnu á þriðjudaginn í síðustu viku, enn með einhverjar 5 kommur en hristi þetta bara af mér.. var að nudda miðvikudag, vinna fimmtudag og í fríi föstudag, ferlega næs :) Svo tók vinnuhelgi við 12 tíma vaktir laugardag og sunnudag, var orðin svolítið aum í hálsinum á sunnudeginum en var viss um það væri bara e-ð tilfallandi.. svo um kvöldið gat ég varla sofnað fyrir eirnaverk.. örugglega e-ð tilfallandi líka!! mánudagsmorgun, ég var e-ð svo ferlega þreytt, náði ekki að koma mér almennilega á fætur, ákvað að leggja mig í smástund aftur, átti að mæta í vinnu kl 2 og klukkan var 1/2-1 ég sofnaði í 40 mín og vaknaði upp eins og sjóðandi ofn.. mældi mig og var komin með 39.8 stiga hita! ég fæ mjög sjaldan svona háann hita, átti í miklum erviðleikum með að kingja og verkurinn í eirað fór í þau bæði.. eina sem ég hugsaði um var að þetta gegni nú ekki upp, væri hálftími þar til ég ætti að mæta í vinnu og var alvarlega að spá í að mæta og fara snemma heim bara, þar til ég stóð upp, þá stóð ég nú varla undir mér, þannig að ég náði í símann og verkjatöflur og lagðist aftur afboðaði mig í vinnu, dópaði mig og lognaðist útaf.. rumskaði við að Hulda kom með Gatorade að drekka handa mér, svo vaknaði ég við símann um 6, hafði ætlað að vera farin á læknavaktina. ég dreif mig þangað (í algjörlega óökuhæfu ástandi en hvað með það) ´eg var smeik um streptokocca en læknirinn sagði : vírussýking, hálsbólga vertu dugleg að drekka og taka panodil .. þetta borgaði ég honum 3300 kr. fyrir! ég hef svo bara legið hér eins og ræfill, með háann hita og þrefaldann háls! Valdís kom og sópaði mér frammúr rúminu og í sturtu og skifti á rúminu mínu og ýmislegt meira á meðan, alveg yndislegt að eiga svona góðar vinkonur, hún og Hulda hafa passað uppá að ég eigi nú e-ð að drekka og borða.. hitinn er lægri í dag, hálsinn enn helv.aumur en finn að þetta er smám saman að koma.

þvílíkt blaður .. greynilegt að ég er búin að vera í svelti að tjá mig hehehe

Sunday, January 25, 2009

Veikindi á heimilinu :(

Já við erum bæði veik, ég og Casper minn ....

Ég er bara með þessa tipical hitavellu sem virðist hellast yfir mig í hver sinn sem ég er búin að ofkeyra mig... Hef aðeins gleymt mér í vinnu og nuddi eða öllu heldur gleymt að ég þarf mína frídaga og minn drottningarsvefn. Svona hefur þetta verið eftir veikindin þarna um árið að ef ég hef ekki passað extra vel upp á mig þá bara hellist allt í einu yfir mig hitavella og með því leiðindarbeinverkir... Ég sem var að detta í 3ja daga helgarfrí og sá fyrir mér þvílíkt notalega helgi þá kom ..kvef, hiti og beinverkir og núna er ég á enn eins og drusla....

En þó ekki eins mikil drusla eins og hann Casper minn.. Greyið litla hefur verið slappur alla vikuna og ekkert viljað borða, bara legið eins og skata.. Ég fór með hann til dýralæknis á föstudaginn (sjálf með 38 st. hita og stíflað nef) hún var nú ekki viss um hvað væri að hrjá hann, gaf honum pensilin og svo e-ð meltingarensím sem ég er að gefa houm 3x á dag .. Ég hef svo verið að gefa honum túnfisk og stappaðar fiskibollur og hann er aðeins farin að borða en er samt ekki orðinn nógu hress... Greyið er búinn að missa heilt kíló síðan í nóvember (það jafngyldir því að ég mundi missa 25 kg á 2 mánuðum) það er ekki gott! en gjörgæslan heldur áfram hér hjá okkur, vonum það besta!

Monday, January 19, 2009

Litli bróðir 25 ára (getur það verið??)


Til hamingju með afmælið Fannar..
Mér fynnst frekar ótrúlegt að hugsa til þessa að það séu orðin svona mörg ár síðan þú fæddist.. man mjög vel eftir þeim degi.. Ég nýorðin 10 ára og beið eftir litlu systir sem ég var búin að óska mér í afmælisgjöf .. og þá komst þú :)
vertu fegin að ég lék mér ekki að því að klæða þig í kjóla og þ.h. það munaði litlu .....
Á myndinni er Fannar með hann Belg sem er kominn á nítjánda ár.. alveg með ólíkindum einstakur köttur!

Monday, January 12, 2009

skemmtileg helgi að baki!


núna um helgina fór ég í sumarbústað í Reykholti með nokkrum vinkonum í húsmæðraorlof eins og ég hef gert undanfarin ár í kringum afmælið mitt..

Við fórum á föstudagskvöldi um 5 leitið, stoppuðum á selfossi og fengum okkur að borða og brunuðum í bústaðinn, það tók langt korter..

Við vorum 6 á föstud.kv. drukkum smávegis hvítvín og borðuðum snakk, skelltum okkur í pottinn og eftir að hafa legið í bleyti í svona 2 tíma skelltum við okkur í náttfötin og héldum náttfatapartý!Spiluðum, lékum okkur og dönsuðum.. :)
Á laugardaginn var legið í leti, farið í göngu og pottinn aftur þar til komu fleiri skvísur á staðinn og upp var slegið kökuveislu, eftir það var aðeins spilað og svo borðað meira spilað meira, kjaftað hlegið og bara gaman! þetta var yndisleg helgi með skemmtilegum vinkonum og vil ég þakka kærlega fyrir mig, góðar, stundir, góðar gjafir, góðar kökur og bara allt gott xxx knús og kossar

Wednesday, January 7, 2009

þrettándinn liðinn

er alveg magnað , enn einn afmælisdagurinn liðinn, þeir eru komnir upp í töluna 35.

Ég man þegar maður var yngri og sá 35 ára gamlar kellingar, þreyttar með gargandi börn út í búð, örugglega ný komnar úr vinnunni og búnar að sækja börnin á leikskólann að kaupa í kvöldmatinn til að elda fyrir gargandi krakkana og þreytta manninn sem enn var í vinnunni.

en ég er nú bara 27 enn þrátt fyrir afmælisdagana 35, fer ekki ofan af því :) Helga Dröfn bað um rökin, þau eru einföld :)

*pakkinn .. þessi sem langflestir fara í, kall, börn, húsið, dýri bíllinn, rólan í garðinum, lánin sem fylgja því, svefnlausar nætur, afbryðisemi, stress og áhyggjur. svooo margt sem veldur álagi á mann andlega og líkamlega og orsakar það að maður eldist og fær ótímabærar hrukkur ;)

*** ég hef forðast þennann pakka, er því ekki eins þroskuð (?) , stressuð og hrukkótt***

okey okey ég veit að margt margt fylgir þessum pakka sem er gott og yndislegt að sjálfsögðu

en mitt líf, í minni kósý ódýru íbúð, með minn kósý kött, í minni fínu vinnu (þar fæ ég útrás fyrir móðurtilfinningarnar) er alveg frábært. ég er sko ekki komin í neitt panick, er bara sátt og sæl með mitt líf núna, það er kannski helst stressandi hvað littli jepplingurinn minn breyttist skyndilega í rándýrann eðaljeppa, en það eru bara peningar.. Ég er í því hugarástandi að vera einungis svona ca. 27 ára.. Það sem ég er kanski ánægðust með er að vera ótrúlega hress og laus við einhver veikindi (vá okey þetta hljómar eins og ég sé 70 en eins og allir vita þá getur maður lent í veikindum á öllum aldri, ég veit það amk) okey núna er ég komin með verki í öxlina og rassinn á að sytja svona við tölvuna ætla því að láta þetta nægja í bili (hehehe)

takk fyrir allar kveðjurnar og símtölin í gær knús og kossar

Tuesday, January 6, 2009

í tilefni dagsins set ég hér inn mynd síðan ég var í 6 bekk :)

þetta er handboltaliðið í mínum bekk og að sjálfsögðu var ég í marki, vá hvað maður var ungur og saklaus :)

Sunday, January 4, 2009

Gleðilegt ár 2009

er ekki dauð í öllum æðum ;) hef bara verið annsi upptekin e-ð undanfarið..
Jólin og áramótin voru fín og róleg, þannig að ég hef nú aðallega verið upptekin við að vera löt, nema síðustu 3 daga þá hef ég verið í vinnunni! núna er ég komin í gott frí aftur þaðan, er búin að vinna af mér þriðjudaginn, næsta vakt er á fimmtudaginn og svo er ég komin í 4 daga frí aftur.
Þetta er reyndar bara í Rjóðrinu en að sjálfsögðu er ég að hamast við að nudda e-ð líka og geri það þá daga sem ég er ekki að vinna. hahaha hljómar nú bara eins og bull jæja svei mér þá hugsa að ég ætti að vera komin í bólið að sofa í hausinn á mér... góða nótt
p.s. ég var spurð í vinnunni í dag af einu barninu.. Harpa af hverju ertu með svona marga marbletti út um allt (og benti á freknurnar)