London 24 og 25 ágúst 2008
Ég ætla!!
hef legið á ticketmaster og öðrum síðum að skoða miða, og er alveg að missa mig yfir fólki sem ætlar að græða hressilega á öðrum!!
miðarnir seldust upp annsi fljótt ég náði ekki að kaupa miða á 100 pund sem er dýrasti miðin, en nú er í boði að kaupa miða af öðrum sem hrúguði í sig miðum og er þeir frá 250 pundum (keyftir á 50) og uppí 1000 pund ....
AAAARRRGGGG!!!!! mann langar ekki að taka þátt í svona en halló ég ætla ekki að missa af þessu það er á hreinu!! á bara eftir að ræða við skvísurnar sem ætla með mér hve miklu við erum tilbúnar að blæða í þetta.
Ég mundi borga nánast hvað sem er fyrir 1 bekk fyrir miðju, spurningin er hvort ég mundi ekki vera í yfirliði hálfa tónleikana ;)
3 comments:
Jesús! Mikið skil ég þig sæta mín... ég hef hins vegar ekki efni á 300 þús. kr. miða - ekki í augnablikinu - kannski vinn ég í lottó á laugardaginn. Krossum putta :)
Heyrumst fljótlega!
Uuuu eru bæði stæði og stúkur? Ef það er svo þá myndi ég ekki vilja vera á 1.bekk! Miklu frekar 5.-10. bekk...
Helga Dröfn sem segir pass við svona dýrum miðum!
ég hef áhyggjur af þér, sé þig fyrir mér á miðjum fremsta bekk í andnauð, hjartastoppi og fullnægingarkrampa. Ég get ekki sofið, viltu ekki hætta við að fara?
Post a Comment