Sunday, May 18, 2008

3ja daga helgarfrí :) og meiriháttar pissustand!

Já hef sko haft það gott um helgina, fríi föstudag, laugardag og sunnudag. Dagarnir voru notaðir í svolítið heimsóknarráp, hef ekki verið dugleg í því undanfarnar vikur.
Beyttist svo í algjöra eiðslukló, keyfti mér smá föt, drasl, afmælisgjöf, einnig ólar og merki á kattarskammirnar, eins gott að þau séu merkt ef þau sleppa út án míns samþykkis eða vitundar :)

Hann Casper minn er með óþekkt og hefur verið að pissa inni undanfarið, byrjaði á að pissa á baðmottuna, og eins ef ég var með handklæði við baðið til að stíga á, þannig að það er sko ekkert lengur á baðgólfinu, það þykir víst hallærislegt í hanns huga.

Svo var það litli ljóti svefnsófinn sem ég hafði keyft í Ikea á 15.þús geggjað ljótur og hann fékk aldeilis að finna fyrir því, hann fékk því að fara á haugana og ég fékk mér lítinn leðursófa, hann er greynilega flottur, fær frið ;)

Svo datt honum í hug að það væri nú líka hallærislegt að hafa mottu í forstofunni, hún fékk nokkrar sprænur, ok ég játaði mig sigraða og hennti henni!

En núna er ég hreynlega að gefast upp því aðalstaðurinn núna er rúmið mitt, já rúmið mitt....

ég hélt kannski að það væri rúmteppið, væri ekki nógu flott, breytti engu að skifta um teppi, ekki ætla ég að henda rúminu þannig að nú voru góð ráð dýr og ég var farin að vera með pissudúk á rúminu þegar ég var að vinna... en svo á föstudaginn fékk ég svo góða hugmynd, skundaði í Rúmfó og fékk mér sturtuhengi sem er svona voða fínt rúmteppi :)

Baráttan heldur svo áfram.....

1 comment:

Anonymous said...

Hæ elskan, guð minn góður! Hvað ætlar þú að leyfa þessu köttum þínum að ganga langt ;o) Bara rasskella hann - má nú ekki skemma fína fína rúmið sem þig hefur dreymt um í mange år!!!
Hafðu það sem best.
kv. Solla babe