Sunday, February 8, 2009

loksins :)

svei mér þá .. hér hjá okkur, mér og litla karldýrinu mínu hefur birt til...
við erum laus undan veikindadoðanum og bara orðin svona 95%
Ég er búin að fara aðeins um íbúðina með ryksugu, skrúbb og tusku, opna út og allt er mun betra..

Enda eins gott, ég á eftir að finna tíma fyrir alla sem ég þurfti að afboða í vikunni, svo er það vinnan að sjálfsögðu. Annars hef ég varla tíma til þess að stússa í nuddi og vinnu, ég hef svo mikið að gera í mosaicinu. Ég fór og keyfti mér fullt af gleru um daginn og er með nokkra hluti í vinnslu og það er alveg sorglegt að horfa uppá þá rykfalla og mig klæjar í puttana að gera meira, en í gærkvöldi sagði ég við sjálfa mig : ekkert mosaic fyrr en búin að þrífa, já maður þarf að vera harður við sjálfann sig, ég er einn sá mesti snillingur í að fynna afsakanir fyrir að nenna ekki þrifum..

3 comments:

Anonymous said...

uuuu hver finnur sér ekki allar afsakanir til að sleppa við þrif?? Rétt upp hendi sem reynir það ekki!
En stundum þarf bara að gera þetta...

Velkomin aftur til hraustleika =)
Kv. Helga Dröfn

Anonymous said...

Já þetta með þrifin löngubúin að komast að því að þau geta beðið þangað til ég er tilbúin og búin að gera allt annað sem mér dettur í hug. En gott að þér líður betur kv. Birna besta frænka

Guðrún K. said...

Gott að heyra mín kæra að þið séuð orðin hress :)
sá mosaic myndina sem þú gafst hjónakornunum í fellshlíð og hún var gullfalleg :)
Leita sko til þín næst er mig vantar tækifærisgjafir!
knús knús úr kuldanum á Akureyir