já þá er maður komin heim eftir nokkra daga á Akureyri, ég flúði úr bænum þegar stuðið var að byrja á föstudagsnóttina fljótlega eftir miðnætti og var að keyri í hlaðið heima að verða 5 um morguninn!
Vikan var frekar skrítn, veðrið gott :) gríðarlegur hiti og sól, ég fékk ca 300 freknur.
Óhjákvæmilega voru miklar pælingar um dauðann, jarðafarir, minningargreinar, hefðir og margt í þeim dúr. Ég komst að því að ég hef mjög sterkar skoðanir á þessum hlutum, hafði aldrey verið að ræða þetta neitt mikið en svo þegar upp kom hafði ég nóg að segja eins og mér einni er lagið.. t.d. minningargreinarnar í mogganum, það hvarflaði ekki að mér að skrifa í moggann um hvað amma mín var góð kona,handlagin og alltaf með hlaðið borð af bakkelsi þegar maður kom til hennar, hver er tilgangurinn að skrifa þetta í moggann og þakka henni þar fyrir að vera hún og allt sem hún gerði, ég sé nákvæmlega engann tilgang með því og fynnst í raun frekar hallærislegt að skrifa svona lagað fyrir annað fólk að lesa, jú auðvitað má fólk gera þetta mín vegna, það er þeirra mál en einhvernvegin er þetta samt orðið eins og maður eigi að skrifa og þyki lélegur ef maður gerir það ekki, þetta sé nú lágmarksvirðing við þann sem farinn er að skrifa um hann.
Ég skrifaði ekki neitt og skammast mín ekki fyrir það, ég hugsaði fallegar hugsanir um ömmu mína og geri oft, ég kvaddi hana með faðmlagi og kossi á spítalanum, hún fann það og vissi hvað mér þótti vænt um hana.
Ég stórefast um að mogginn sé á þeim stað sem hún er núna og hún sytji með kaffibollann og lesi kveðjurnar!
Sunday, August 3, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
heyr heyr! Alveg sammála þér með minningargreinarnar! Hlakka til að sjá þessar 300 freknur, hver hjálpaði þér að telja?
Hi hi hi.. mogginn fæst í köben, af hverju ekki á himnum?
En sammála þessu og amma mín hún er sko búin að segja mér það, að ég skuli ekki láta mér detta það í hug að fara að skrifa ævisöguna hennar eða einhverja svona upptalningu í hennar minningagrein. Ekkert rugl. Og hana nú! Svo ég hlýði því þegar hún fer ;) Ég er viss um að hún myndi ásækja mig ef ég myndi óhlýðnast svo ég mun sko ekki óhlýðnast.
En þetta er alveg satt, fyrir hvern er fólk að rifja þetta upp, eitt að senda inn ljóðlínur eða eitthvað, en langlokuminningagreinar eru kannski óþarfar..
Helga Dröfn
úff ég stakk af frá Akureyri um helgina líka - kom heim frá Hollandi á fimmtudag og keyrði í gegn á föstudag bara til að pikka upp soninn og já rétt svo stoppaði til að leyfa honum að setjst - ekki lengi hérna, en svo er svo rólegt og notó núna :o)
Þú verður að kíkka í kaffi næst :)
Knús Guðrún K.
Post a Comment