Laugardaginn 12 juli voru þau gefin saman úti í trjálundi við Breyðumýri í Reykjadal.
Þetta var yndisleg athöfn og kvöldið mjög skemmtilegt.
þetta var sko ekki afslöppunarhelgi hjá mér. keyrði norður á fimmtudaginn, beint upp á spítala til ömmu og kíkti svo aðeins í búststað hjá Tinnu og fjölsk.
Á föstudaginn fór ég í klippingu til Guðnýar vinkonu sem var svo sæt að gera mig fína þrátt fyrir að vera í sumarfríi.. Við Rósa fórum svo inn í fjörð og fengum lánaðann tjaldvagn og brunuðum yfir í Reykjadal þar sem allt var á fullu að undirbúa matinn og salinn. Við hjálpuðum aðeins til eftir að hafa tjaldað blessuðum vagninum. Anna Geirlaug litaði svo á mér augabrúnirnar og þá var ég orðin svo rosalega sæt og fín ;) Svo var komið að því að prinsessan á bauninni svæfi í tjaldvagninum, úff mér gekk svosem ágætlega að sofna en svaf bara svona sæmilega, bakið fann alveg að það var ekki í fína prinsessurúminu sínu :) en okey laugardagurinn fór í það skríða úti í skógi og klippa lyng, birki og fleira sem við notuðum svo í að skreyta salinn, sviðið sem athöfnin fór framm á og eins í brúðarvöndinn... Allt heppnaðist voðalega vel og vorum við mjög ánægð með útkomuna.. kvöldið var fínt eins og fyrr sagði, mikið hlegið enda ekki von á öðru það sem vinir og vandamenn þeirra eru nú annsi skrautlegir flestir...
klukkan var um 6 á sunnudagsmorgun þegar við skriðum að nýju inn í tjaldvagninn og prinsessan ég náði að sofa í 4 klukkutíma og gat ekki meir, vorum því búnar að pakka saman og komnar inn á Akureyri um 3 leitið, eftir heimsókn á spítalann til ömmu brunuðum við heimá leið og er óhætt að segja að augnlokin hafi verið orðin annsi þung síðustu kílómetrana... og dagurinn í dag fór aðalega í að jafna mig eftir svefnleysi og þreytu eftir helgina.
Eitt er á alveg á hreinu, ég á besta rúm í heimi og ég mundi vilja pakka því saman og taka með mér allt sem ég fer ;)
Monday, July 14, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
það hefur greinilega verið stuð um helgina;)
þið sævar eigið þá eitthvað sameiginlegt ykkur finnst greinilega báðum erfitt að sofa í tjaldi!!!
það er nú samt þannig að rúmið manns er alltaf best..
kveðja Guðbjörg og co
Elsku Harpa okkar
Takk enn og aftur þúsund sinnum fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Það var ekki að ástæðulausu að ég réði þig sem wedding planner ;) Þeir sem þekkja þig vita líklega útaf hverju það er :) Prump.
Elsku Harpa!!!
Þú ert mesta prinsessa sem ég þekki, en samt í dulagervi ;o).
Hlökkum til að fá þig norður
kv. Solla og co.
Post a Comment