Monday, June 30, 2008

Hamingjan sanna á Hólmavík

ég keyrði norður í blíðskaparveðri, alveg frábært ferðaveður, músíkin í botni og ég ein í bílnum og naut þess að syngja með :)

á föstudagskvöldið var pub quiz í gamla bragganum þar sem ég man eftir að hafa farið í bíó og á ball þegar ég var yngri.

Á laugardeginum var veðrið kalt og stöku dropar, fórum að horfa á kassabílarallý og svo einhver skemmtiatriði sem voru aðallega fyrir börnin, og þar kom meðal annars Gosi og ég verð að segja mikið djö... er hann leiðinlegur og þessi köttur sem fylgir honum!!!

En aðalgamanið var að hitta alla ættingana sem voru þarna um víðann völl, suma hefur maður ekki hitt lengi og aðra séð á jarðaförum og fermingum sem er nú sem betur fer ekki oft (þeas jarðafaririrnar )
Á sunnudaginn eftir skemmtun og kaffihlaðborð á Sævangi ákvað ég að prufa aðra leið heim sem fólkið þarna keyrir gjarnan yfir sumartímann og styttir leiðina töluvert suður, ekkert mál að fara þetta á sumrin sögðu allir :)

én ég get svarið það að ég hélt að þetta yrði mitt síðasta, án gríns. Vegurinn var annaðhvort stórgríti eða drullusvað vegna rigningarinnar, hugsa nú að þetta sé mun auðveldara ef er alveg þurrt, þakkaði mínu sæla fyrir að vera á 4hjóladrifnum bíl í drullunni. en erviðast var að koma sér niðraf heiðinni, 16% halli á brekkunni og 90* krappar beigjur, ég fór þetta á hraða snigilsins.... er ekki viss um að ég keyri blessaða Tröllatunguheiðina aftur, allt of mikil spenna fyrir svona malbiksmanneskju eins og mig ;)


2 comments:

Anonymous said...

HAHAHAHAHA ... Harpa mín - hvar er ævintýraþráin?

En þú hefur náð að skipta tímabundið um lit á bílnum hehehe..

Knús HD

Anonymous said...

Hæ hæ!!
Það var gaman að rekast á þig hér í sveitinni. Mér persónulega finnst mér alveg ógeðslega gaman að keyra þessa leið og draumurinn minn er að ralla hana einhvern tímann ;-D
Kveðja Begga