Já það má sko segja að rúmið hafi verið aðaldvalastaður minn um helgina :) auk 1 til 2ja loðdýra.
Skrapp reyndar út að djamma á föstudagskvöldið með Rósu minni og við málum bæjinn alltaf rauðann þegar við erum tvær á ferð, nú var það aðallega opalrauður, var í fyrsta skiftið að leifa mér að drekka almennilega af sterku víni síðan fyrir 2 árum, annsi gott ;) já opalinn klikkaði ekki. en að sjálfsögðu vorum komnar heim eins og þægar stelpur fyrir klukkann 4.
Laugardagurinn fór í leti (smá hausverkur en ekkert til að tala um) og sunnudagirinn var enn meiri leti.
Var að hlaða batteryin eftir undanfarnar vinnuvikur þarna á tveim dögum.. hafði svakalega gott af því, en samt krælir smá mórall á sér að hafa ekki gert e-ð uppbyggilegt um helgina, gönguferð, heimsóknir eða e-ð álíka en nei ætla að dusta það samviskubit burtu!
Ég mæli eindregið með því að við tökum kettina okkur til fyrirmyndar annað slagið og gerum ekkert annað en sofa, borða, þrýfa sig og sofa meira :)
Monday, May 5, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
heyr heyr og ekki gleyma að ætlast til að aðrir gefi manni að borða!
knús á þig! Valdís
Post a Comment