Tuesday, March 18, 2008

jæja þá er komin þriðjudagur


..... og ég er að skríða saman efir helgina sem fór að mestu leiti í vinnu, var kvölvaktir föst, lau og sun. kvöld.. gekk vel með grislingana, en var andlega búin þrátt fyrir það af öðrum ástæðum!
En allt gott núna, búin að hvíla mig, tók daginn snemma og var komin á ferðina kl.9, átti tíma hjá lækni kl. 9-20 var bara að fá beiðni fyrir blóðprufu, kominn tími til að tjékka á kellunni... jú og svo náttlega fór ég upp í fossvog í blóðprufuna eins og ég hef gert oft oft áður, en omg.. hélt að konan þar mundi gera útaf við mig, hún hitti ekki æðina, og mjakaði nálinni út og suður, endaði með að ég bara sagði Áii!! þá ákvað hún að prufa hina hendina, gekk betur :)
ég nuddaði svo eitt nudd og er nú að fara á táknmálsnámskeið, þar er skemmtilegt, við gerum okkur alltaf að fífli allar saman, magnað að læra táknmál og töluvert erviðara en ég átti vona á , þetta er algjörlega nýtt tungumál, en skemmtilegt!!
ég hugsa svo að kvöldið fari bara í leti ja eða kannski mosaic, er búin að vera dugleg í því undanfarið... jæja kötturinn kallar, verð að skreppa með hann út að labba

1 comment:

Anonymous said...

Jæja góða - bara komin í bloggheima og það á 2 stöðum eiginlega!! :D
Vonandi koma niðurstöður blóðprufu vel út :) og hvaða slen er þetta í þér?? :( þarf ég að nudda meira lífi í þig stelpa!?!?!

Kveðja Helga Dröfn

p.s ég bíð enn eftir boði í bústaðarferð... var það ekki á plani í vor?